19.12.1935
Neðri deild: 103. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í C-deild Alþingistíðinda. (3404)

6. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Jakob Möller [óyfirl.]:

Það virðist allt stefna að einu marki hjá stjórnarflokkunum. Hér í hv. d. hefir t. d. verið rætt frv. um breyt. á l. um þingsköp Alþingis, sem ganga mjög í þá átt að hefta málfrelsi manna. Það má því nærri geta, hvort ekki eru gerðar tilraunir á fleiri sviðum, þar sem minna ber á. Frv. þetta er líka einn þáttur stjórnarflokkanna í þeirri herferð, sem hafin er gegn öllu hugsanafrelsi í landinu. Það á að færa það undir ríkisvaldið, hvaða bækur skólarnir megi nota. Eins og á að binda fyrir munn þingmanna hér á Alþingi, eins á að hefta námsfrelsi hinnar upprennandi kynslóðar. Og þetta gera þeir flokkar, sem guðlasta með því að kenna stefnu sína við lýðræði og frelsi. Hver getur tilgangurinn með því að setja allar kennslubækur undir eftirlit hins opinbera verið annar en sá, að vinna að því, að þær bækur einar, sem flytja réttar kenningar að dómi stjórnarflokkanna, komist í hendur unglinganna, sem ekki er búið að ala upp? Það er og vitanlegt, að í ýmsum skólum hafa að undanförnu verið notaðar bækur til kennslu, sem ekki er hægt að verja, hvers vegna hafi verið notaðar sem kennslubækur. Bækur þessar hafa verið og eru fullar af kenningum vissra stjórnmálaflokka. Hér er því aðeins haldið áfram á þeirri braut, sem þegar hefir verið gengið inn á.

Frv. þetta er borið fram í Alþingi undir því yfirskini, að það eigi að gera fátækum almenningi auðveldara að standa undir hinum gífurlega kostnaði, sem á hann er lagður með ungmennafræðslunni. En þetta er ekkert annað en fyrirsláttur, því að það er í lögum, að þeir, sem ekki geti keypt nægilegar kennslubækur, eigi kröfu á, að þeim séu lagðar til bækur. Tilgangurinn með frv. er því allt annar en sá, sem er látinn í veðri vaka. Það, sem að er stefnt, er það, allt koma undir yfirráð valdhafanna, hvaða bækur skuli notaðar. Það er gott að hafa svona yfirskin, þegar koma á fram illum málum, en sem betur fer er þó ekki allur almenningur, sem ekki sér í gegnum svona yfirvarp. Það er sama falsið og sömu blekkingarnar, sem einkenna allar gerðir stjórnarflokkanna, að það stendur alltaf eitthvað annað bak við gerðir þeirra en sest í fljótu bragði.

Hvað snertir sjálft frv., þá er það mikið að vöxtum og undarlega saman sett. Fyrsta greinin er t. d. um það, að ráðh. skuli gefa út skrá yfir þær bækur, sem nauðsynlegar verði að teljast til barnafræðslu í landinu. En til hvers á hann svo að búa til þessa skrá? Ekki til annars en hafa hana handa sjálfum sér, þar sem hann á sjálfur að ákveða, hvaða bækur skuli kenndar í skólunum. Ákvæði þetta er því alveg óþarft. 2. greinin mælir svo þannig fyrir, að þegar þessi skrá hefir verið gefin út, þá skuli ríkið gefa út allar námsbækur, sem nauðsynlegar eru til barnafræðslu í landinu, og deila þeim til meðal allra skólaskyldra barna í landinu. Það er undarlega farið aftan að hlutunum í þessu, því að áður en búið er að gefa nokkrar reglur fyrir því, hvernig eigi að framkvæma útgáfu bókanna, er byrjað að dreifa þeim - áður en bækurnar eru orðnar til, er farið að dreifa þeim.

Svo kemur eins og fjandinn úr sauðarleggnum um ritstjórnina, þá á hún fyrst að taka til starfa og sjá um dreifingu bókanna út um land. (Fjmrh.: Það verður að lesa öll lögin áður en byrjað er að framkvæma þau).

Já, en það fer vel í því að byrja á byrjuninni, en ekki á endinum. En þetta bendir til þess, að það hafi verið vel ráðið af hv. form. menntmn. að halda fund og ræða málið ýtarlega, eins og hann kvaðst hafa gert í þessu tveggja mínútna samtali við hv. 5. þm. Reykv., og athuga, hvort ekki væri hægt að ganga betur frá frv. heldur en gert hefir verið. (SE: Má ég skjóta inn í? Við vorum þeirrar skoðunar í meiri hl. að gera ekki þá kröfu til frv., að það væri bókmenntalegt listaverk, heldur aðeins skynsamleg lög). Mér finnst það gæti ákaflega vel farið saman, að lögin væru skynsamleg, jafnvel þó að þau væru eitthvað í áttina til þess að vera bókmenntalegt listaverk. En ég verð að láta í ljós undrun mína yfir því, hvað þessi hv. þm. gerir lítið úr gildi bókmenntalegra listaverka. Mér finnst það ekki vera í samræmi við það, sem hann annars læzt vera, og ég sé sem sagt ekki ástæðu til þess að útiloka lagafrv. gersamlega frá þeim kröfum, sem gerðar eru til sæmilegra bókmennta, og ef á að skoða það, hvaða kröfur hv. frsm. menntmn. gerir til þessarar lagasetningar, sem vott þess, hvaða kröfur hann gerir til náms yfirleitt, þá verð ég að líta svo á, að ekki mundi veita af, að málið væri athugað nokkru rækilegar en gert hefir verið allt að þessu.

En ég var kominn það áleiðis í frv. að ræða um fyrirmæli þess um ritstjórn námsbókanna, sem nefnd er þar fyrst í 3. gr., eftir að búið er að gefa út fyrirmæli um skrá yfir allar námsbækur, sem nota eigi í skólum, og útdreifingu þeirra meðal landsmanna. Þá fyrst fær maður að vita, þegar kemur fram í 3. gr., að þessar bækur, sem skrá hefir verið gefin út um og þegar búið er að dreifa þeim út um allt land, þær eigi að hafa orðið til á þann hátt, að til hafi verið einhver ritstjórn, sem hafi átt að sjá um samningu þeirra og útgáfu.

Það er þriggja manna n., sem á að bera höfuðábyrgðina á samningu námsbókanna. Þriggja manna n., sem er skipuð til 4 ára í senn. Ég vil vekja athygli hv. dm. 5 því, hvert þetta stefnir. Það er vitanlegt, þegar samning og útgáfa slíkra bóka, sem hér um ræðir, er sett undir einskorðuð yfirráð ákveðinnar n., þá hlýtur það að verka sem hömlur. Það hlýtur að takmarka þá möguleika, sem annars eru fyrir því, að höfundar kennslubóka geti komið sínum verkum á framfæri. Þannig verkar það líka sem hömlur á æskilega framþróun í samningu kennslubóka. Það er auðvitað, að því færri menn, sem skipa þessa ritstjórn, því minni möguleikar eru fyrir framþróun á þessu sviði.

Þetta er fyrsta sönnunin fyrir því, að tilgangur frv. er svo fjarri því að vera sá, að stuðla að sem beztri kennslubókagerð í landinu. Hann er augljóslega miklu fremur sá, að vera hamla, og þess vegna, eins og ég sagði áðan, að hindra það, að nokkuð nýtt geti komið fram eða geti notið sín í þessu sviði. Sé það og athugað, hvernig þessi ritstjórn á að vera skipuð, miðar það bersýnilega að sama marki. Það er mælt svo fyrir, að ritstjórnina skuli skipa: Samkvæmt tilnefningu Sambands íslenzkra barnakennara einn mann, félag kennara við héraðsskólana og gagnfræðaskólana, sem að vísu er játað, að er ekki til, en verður e. t. v. til, a. m. k. ef þetta frv. verður að lögum, á að tilnefna annan manninn, og loks í svo kennslumálaráðh. að tilnefna þriðja manninn.

Það er ljóst, af hverju héraðsskólarnir og gagnfræðaskólarnir eru teknir inn í þessa samkundu. Það er sem sé ekki markmiðið að binda þessa einokun í kennslubókum við barnaskólana eingöngu, heldur er horft lengra fram í tímann, og þess vegna er hugsað til þess, þegar fram líða stundir, að koma undir þessa einokun einnig öðrum skólum, og þá fyrst og fremst héraðsskólunum og gagnfræðaskólunum, því að síðar í frv. er ráðgert, að undir þessa ríkisútgáfu megi síðar draga kennslubækur fyrir þessa framhaldsskóla. Þess vegna þótti rétt að taka inn í ritstjórnina einn fulltrúa fyrir þá. Svo má náttúrlega gera ráð fyrir, þegar ennþá lengra lítur, að kennslubækur allra skóla verði einnig dregnar undir þetta, því að markmiðið er að leggja sömu fjötrana á alla menntun landsmanna, allt frá vöggunni til grafarinnar. Það er því augljóst mál, að ritstjórnin á að vera skipuð fulltrúum úr kennarafélögunum, einmitt til þess að tryggja það, að sem minnst af nýjum anda utan frá geti komizt inn í þetta. Kennslubækurnar eiga að vera samdar í þeim anda, sem nú er ríkjandi í þeim kennarafélögum, sem þarna eiga hlut að máli. Sá andi, sem þar er ríkjandi, er talinn mjög heppilegur í þeim tímum, sem nú standa yfir. Það hefir verið þannig undirbúið fyrir starfsemina í sambandi við uppeldi kennara, að ekki þykir líklegt, að ritstjórnin geti haft gott af því að fá nokkurn andblæ fyrir utan þennan þrönga hring, sem hefir verið undirbúinn í þann eina rétta hitt samkvæmt skoðun núv. valdhafa.

Það á að girða fyrir, að hver maður í landinu, sem til þess er hæfur, geti samið kennslubækur og komið þeim á framfæri. Það í að girða fyrir allar slíkar kennslubækur, jafnvel þó að þær hefðu yfirburð til að bera, sem mundu ryðja þeim til rúms og algerlega ryðja til hlítar handavinnu manna, sem annars kynnu að leggja fyrir sig að smíða slíka hluti. Það á að girða fyrir, að nokkur annar maður heldur en sá, sem er innblásinn af þeim rétta rauða anda, sem ríkir í fylkingu stjórnarfl., geti komið sínum verkum í framfæri, og það er með því að girða þarna utan um með félagsskap kennara og að hafa ritstjórn skólabókanna sem allra fámennasta, svo að það sé sem bezt tryggt, að engin ný hreyfing geti komizt bar að. Þessari ritstjórn er svo gefið algert einræði um það, hvaða bækur hún velur og telur nauðsynlegar; aðeins er gert ráð fyrir, að ráðuneytið eigi að vera til aðstoðar. Það er þannig komið á lægra stig og í þjónustusamlegast að veita þá aðstoð, sem ritstjórninni þóknast að bjóða því. Þetta er náttúrlega mjög heppilegt fyrirkomulag, ef svo skyldi fara, sem ekki er alveg útilokað, að hér kæmi að ráðuneyti, sent ekki væri innblásið af þeim rétta rauða anda. Þá er heppilegt að gera ráðstafanir til þess fyrirfram, að ráðuneytið geti ekki haft allt of mikil áhrif á starfsemi þessara útvöldu manna, sem falið væri að sjá um, að kennslubækur þær, sem nota á, væru með því rétta bragði.

Það er svo sem alveg sjálfsagt að mæla fyrir eins og gert er í 4. gr. frv., að láta ekki þar við sitja í samningu bókanna og útgáfu, að þær séu algerlega einokaðar; þá væri ekki þjónað lund valdhafanna eða þeirri stefnu, sem þeir berjast fyrir, ef ekki væri færður út á víðara svið þessi einokunarandi, sem hér gerir vart við sig. þess vegna er mælt svo fyrir, þó að það sé í raun og veru óþarft, að ríkisprentsmiðjan annist útgáfu allra námsbóka. Það á að vera alveg án tillits til þess, hvort aðrar prentsmiðjur geti ekki unnið verkið betur og ódýrar. 4. gr. frv. mælir svo fyrir, með leyfi hæstv. forseta:

„Ríkisprentsmiðjan annast útgáfu námsbóka þeirra, sem út eru gefnar samkv. lögum þessum. Hún annast prentun þeirra, bókband og útsendingu.“

Það er engin smuga til út frá þessu, þó að önnur prentsmiðja byði að vinna verkið fyrir lægra verð. Það er ekki verið að gera þetta sem ódýrast fyrir ríkið. Fyrsta boðorðið er, að því leyti, sem þessi lagasetning getur náð þar til, að þrengja sem mest að hag einstaklinganna. Stjórnarfl. eru svo haldnir af þessari ríkisrekstrarfirru, að það þýðir ekki að ræða það mál við þá frekar. En hér er í raun og veru alveg óskyldum málum blandað saman. Það má telja það óskylt hvað öðru, hvernig mælt er fyrir um, að kennslubækur skuli samdar og hvernig þeim skuli dreift út, og hinu, hvar þær skuli prentaðar og bundnar inn. En með þessu er verið að leggja stein í götu þeirra, sem reka sjálfstæð fyrirtæki. Það er verið að girða fyrir það, að þeir geti haft nokkurt starf við þessa útgáfu. Það virtist sjálfsagt að breyta þessu þannig, að ritstjórnin hafi óbundnar hendur um það, hvar hún lætur prenta þessar bækur - þar sem það er ódýrast og bezt af hendi leyst. Það er ekki aðeins, að það eigi að leggja þetta starf undir ríkisprentsmiðjuna - það starf, sem hún annars vinnur, þ. e. a. s. prentunina -, heldur í líka að leggja undir hana bókbandið. Það er að vísu rekin bókbandsvinnustofa í sambandi við prentsmiðjuna, eða a. m. k. hefting, en svo bætist þar við útsendingin. Það verður jafnvel að girða fyrir það, að nokkur annar en ríkisfyrirtæki geti haft starf við útsendingu þessara bóka. Svo rækilega er um það hugsað að þrælbinda þetta allt við ríkisrekstur. Svo er framhaldið um það í 5. gr. frv., hvernig eigi að koma því í framkvæmd og koma bókunum til fólksins til um hinar dreifðu byggðir landsins. Það er eðlilegt, að sérstakar reglur séu um það settar, því að hugmyndin virtist vera sú, að eitthvert taumhald eigi að hafa á því, hvernig með þennan fjársjóð skuli farið, þegar í að fara að nota hann. Það verða því að teljast eðlileg þau fyrirmæli, sem sett eru í 5. gr. frv. um það, að fræðslunefndir og skólanefndir skuli á hverju ári senda ríkisprentsmiðjunni, sem á að annast alla úthlutun þessara bóka, greinargerð fyrir því, hvað mikið af námsbókum muni þurfa í næsta skólaári. Þetta er náttúrlega aukin skriffinnska og aukið starf fyrir skólanefndirnar umfram það, sem nú er, þegar allt er frjálst, en um það er náttúrlega ekkert að segja. Það er bein afleiðing af því fyrirkomulagi, sem með þessu er tekið upp. Það verður líka að fylgja slíkri skýrslu greinargerð um, hvað mörg skólaskyld börn séu í skólahéraðinu, því að við það á að miða útsendingu bókanna.

Í þessu sambandi er vert að athuga það, að ein afleiðingin af þessu verður sú, þar sem gert er ráð fyrir, að öll skólaskyld börn fái bækurnar ókeypis, að miklu minna verður vandað til um alla meðferð bókanna. Þess vegna verður það dálítið erfiðara fyrir skólanefndirnar að segja það fyrir, a. m. k. fyrst í stað, hvað mikinn forða af bókum muni þurfa fyrir hvert skólaár, því að það geta menn sagt sér sjálfir, að undir þessu nýja fyrirkomulagi verður minna um það hirt að fara vel með bækur og þær munu endast skemur en verið hefir. Og þar sem þetta er allt svona einstrengingslega fyrir mælt í frv., þá gæti maður hugsað sér, að af því leiddi, að skólanefndirnar gætu komizt í vandræði, þannig lagað, að á miðju ári væri bókaforðinn, sem pantaður hefði verið frá prentsmiðjunni, þrotinn og fleiri og færri af börnunum bókalaus. Eins og nú er, þá er bókaforðinn nokkurnveginn óþrotlegur á hverjum stað, en ef bók vantar, þá er hægt að fá hana á næstu grösum. En með þessu nýja fyrirkomulagi virðist gert ráð fyrir því, að allar skólanefndir verði að leita til ríkisprentsmiðjunnar til þess að fá þá viðbót, sem þær kunna að þurfa til þess að bæta úr því, sem bækurnar hafa gengið úr sér á árinu. Geta af þessu stafað ýms óþægindi. En hinsvegar má gera ráð fyrir því, að með tíð og tíma sjái skólan. þessu borgið með því að panta nógu ríflegan forða í byrjun skólaárs, svo að ekki þurfi að verða bókaskortur á miðju ári.

Ákvæðin í síðari málsgr. 5. gr. frv. um, að ritstjórnin og prentsmiðjan setji nánari reglur um tilhögun á útsendingu námsbókanna, til tryggingar því, að hvorki verði skortur á bókum og til þess að varna því, að eytt sé óhæfilega miklu, er náttúrlega alveg út í hött, því að það er augljóst, að slík ákvæði er ómögulegt að setja þannig, að nokkur trygging sé fyrir því, að þeim verði framfylgt. Ef útsendingarstjórnin fer t. d. að draga úr pöntunum skólanefnda, sem náttúrlega verða sniðnar eftir fenginni reynslu, þá getur ekki nema eitt af því leitt, og það er bókaskortur hjá þeim, sem ekki hafa fengið kröfum sínum framgengt. Það er augljóst, að bækurnar ganga ekkert frekar til þurrðar, þó að nægur forði sé fyrirliggjandi á staðnum, en ef forðinn er of lítill, þá hlýtur að leiða til þess, að hann eyðist upp og skólinn verði bókalaus.

Þetta ákvæði er auðvitað sett til þess að láta allt líta betur út, til þess að svo skuli sýnast sent tilgangurinn sé að hafa nokkurn hemil á þessu, enda þótt augljóst sé, að sá hemill getur ekki verkað. Notkun bókanna verður auðvitað jöfn, þrátt fyrir slíkar reglur, sem settar kunna að verða af útsendurum stj.

Það er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því, að ríkissjóður greiði ríkisforlaginu kostnað við útgáfu og útsendingu kennslubóka. Hinsvegar er enginn hemill á lagður, sem gæti takmarkað þennan kostnað. En ef ekki eru lagðar hömlur á, getur þetta vitanlega farið langt úr hófi fram. Það getur svo sem verið þægilegt fyrir stofnanir. Sem hafa í þjónustu sinni marga starfsmenn, sem misjafnlega mikið hafa að gera, að láta þá fara í að senda út námsbækur, sem ríkissjóður borgar svo kostnaðinn af, einungis eftir því, sem getið er upp, að hann hafi orðið á hverju ári. En heilbrigður kaupsýslumaður myndi bjóða þetta verk út og tryggja sér, að hann fengi það gert fyrir sem lægst verð. En hér er ekki verið að hirða um kostnaðarhliðina.

Það er nú látið í veðri vaka, að allt sé þetta gert til þess að draga úr útgjöldum almennings. Það er svo fyrir mælt, að ekkert heimili eigi að þurfa að borga meira en 8 kr. árlega fyrir kennslubækur. En heimilin fá bara önnur út gjöld í staðinn: aukna skatta og tolla. Og ef ekki er hirt um, að þessi útgáfustarfsemi verði rekin á sem ódýrastan hátt, koma þessi útgjöld bara niður á fólkinu í öðrum myndum. Hér má lesa allt milli línanna, að tilgangur frv. er annar en látið er í veðri vaka. Tilgangur þess er ekki að draga úr útgjöldum einstaklinga eða hins opinbera. Kostnaður við útgáfu þessa minnkar ekki, og enginn hemill er yfirleitt á honum hafður. Undir stjórn þess opinbera má gera ráð fyrir, að þessi kostnaður fari fram úr öllu valdi. Reynslan hefir sýnt, að ríkisstofnanir eru dýrustu stofnanirnar, jafnvel þótt reynt sé að hafa hemil á útgjöldunum, en hér er ekki einu sinni því að heilsa.

Hv. 5. þm. Reykv. hefir bent á, að náttúrlega kemur ekki til mála, að það gjald, sem ráðgert er, að landsfólkið greiði (8 kr. á hvert heimili, þar sem skólaskylt barn er á framfæri), hrökkvi nema mjög skammt til að greiða allan þennan kostnað. Þetta sýnir, að kostnaðurinn á í raun og veru að falla á einstaklingana í landinu. Þetta sýnir, að tilgangurinn með þessari lagasetningu er annar en látinn er í veðri vaka. Hér er ekki verið að forða almenningi við kostnaði vegna þessara hluta, heldur á einmitt að taka hinn aukna kostnað með beinum nefskatti, svo ranglátur sem hann þó er. Hinsvegar er gert ráð fyrir, að fyrir þá, sem ekki geta greitt þessar 8 kr., skuli sveitarstjórnirnar borga. En það er ekki annað en það, sem nú er. Svo er fyrir mælt í l., að þeir, sem ekki geta aflað bóka handa skólaskyldum börnum, eigi rétt á því, að sveitarsjóðir hlaupi undir bagga með þeim.

Nú er að vísu gert ráð fyrir því í frv., að svo kunni að fara, að þessi svokölluðu námsbókagjöld hrökkvi ekki fyrir útgáfukostnaðinum og kostnaði við útsendingu. Þá er gert ráð fyrir, að ríkissjóður geti tekið lán til að standast kostnaðinn. því er nú svo farið, að í bókaútgáfu verður að leggja talsvert fé, því að upplögin eiga að endast og verða oft að endast í mörg ár. Útgefandinn verður því að leggja í upplögin fé, sent stendur þar vaxtalaust í mörg eða fá ár, eftir atvikum. Þetta verður eins um ríkið. Því er ekki nema eðlilegt, að gert sé ráð fyrir, að ríkissjóður verði að afla sér fjár til útgáfunnar. En af þessu frv. er auðséð, að höfundar þess hafa verið haldnir af þeirri fásinnu, að ekki myndi þurfa að festa fé í fyrirtækinu, og þeir gera bara ráð fyrir því sem hugsanlegum möguleika, að námsbókagjöldin hrökkvi ekki fyrir kostnaðinum, og þá er ekki annað en að taka lán. Við þetta er það að athuga, að ekki á að þurfa að koma til þess, að ríkið taki lán í sambandi við þennan kostnað. því að árlegur kostnaður á að greiðast árlega. Að gera ráð fyrir lánum til að standast útsendingarkostnað, er hreinasta flónska. Einungis þegar um það er að ræða að gefa út stór upplög af fleiri bókum í senn, gæti komið til mála að taka lán. En árlegur rekstrarkostnaður ætti auðvitað að greiðast jafnóðum og hann fellur á. Því nær ekki nokkurri átt að heimila í þessum l. að taka slík lán. Þetta gæti virzt vera sjálfsagt að leiðrétta í frv., en meiri hl. n. hefir á fundi sínum kl. 11-12 á miðnætti ekki komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta væri öðruvísi en vera ber.

Þá er hinsvegar gert ráð fyrir, að afgangur kunni að verða af þessum námsbóka gjöldum. Ég skal ekki fortaka, að það geti hent sig, en ólíklegt þykir mér það. Hinsvegar gerir ekkert til, þótt ráð sé fyrir þessu gert, og þó að stofnaður sé sjóður, sem taka á við þessum afgöngum sem svona falla til. Aðeins geri ég ráð fyrir, að þessir draumar muni seint rætast, m. a. vegna þess, að ef svo og svo mikið af námsbókagjöldunum á að greiðast úr sveitarsjóðum, þá kynni að reynast, að innheimtan í ríkissjóð gangi illa stundum. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að sveitarfélög eiga fullt í fangi með að standast þau út gjöld, sem á þeim hvíla nú, hvað þá ef við er bætt. Og alltaf slaknar á vilja einstaklinganna til að borga slík gjöld, því fremur sem meira er gert af því að innræta þeim, að þeir eigi í raun og veru ekki að greiða þessi gjöld, heldur eigi hið opinbera að gera það. Eftir gildandi l. á fólk, sem ekki getur greitt námsbækurnar vegna efnaleysis, rétt til að fá þær greiddar af ríkissjóði. En hér við bætist nú, að ríkissjóður verður sjálfur aðili í málinu, og verður það til þess, að enn meira slaknar á vilja manna til að borga þetta, og af því leiðir, að á næstu árum munu enn fleiri skorast undan að greiða þessi gjöld. Þá verða og fleiri og fleiri þeir sveitarsjóðir, sem ekki geta innt af hendi gjöld sin. Nú þegar eru heilar sýslur orðnar vanfærar um það, sbr. t. d. berklavarnakostnaðinn. Um hreppsfélögin er það að verða regla, að þau borga ekki gjöld sín út úr hreppsfélaginu og eiga fullt í fangi með greiðslur sínar innan hreppsins. Því er fyrirsjáanlegt, að þessi námsbókagjöld innheimtast illa, svo að ekki eru líkur til, að þessi sjóður verði nokkurn tíma til. Hinsvegar er auðvitað, að mest af þessum kostnaði leggst á ríkissjóðinn, og ríkissjóður verður að innheimta hann með stórhækkuðum tollum á neyzluvöru almennings. Og hvað er þá unnið við allt þetta?

- Ég sé, að ég hefi fyrir vangá látið nokkuð ofmælt um það, að hvergi sæist í frv. viðleitni til sparnaðar. í 8. gr. má sjá minni háttar viðleitni í þessa átt. Þar er, þó að furðulegt sé, mælt svo fyrir:

„Skólanefndir og fræðslunefndir fela skólastjórum við fasta skóla og umferðakennurum við umferðakennslu að útbýta námsbókum þeim, sem til eru getnar samkv. þessum lögum, ókeypis á meðal skólaskyldra nemenda sinna, eftir þörfum þeirra. ...“

Nei, ég tek þetta aftur. Það er sjálfsagt misskilningur hjá mér. Ég skildi þetta svo, að umferðakennarar, sem eiga væntanlega að bera bókaforðann á bakinu milli bæja í ófærð og illviðrum, ættu að útbýta þeim þannig ókeypis. Börnin eiga að vísu að fá þessar bækur ókeypis, en ekkert ef um það sagt, hvað umferðakennararnir, sem eiga að rogast með byrðarnar í ófærðum á vetrum, eiga að fá fyrir fyrirhöfn sína. Ef það er hugsunin, að þeir eigi ekkert að fá fyrir þetta, þá hefði ég samt haldið, að þeir væru ekki síður verðir þess að fá þóknun fyrir sína vinnu en aðrir, sem hér eiga hlut að máli. Fyrir skólastjóra við fasta skóla er auðvelt verk að úthluta bókunum, en hæpið er að leggja þetta á umferðakennara. Væri sjálfsagðara, að skólanefndir sæju um að koma bókunum til foreldra barnanna.

Þá er það náttúrlega góð áminning til þessara umferðakennara síðar í gr., að þeir skuli gæta alls hófs um eyðslu bókaforðans og brýna fyrir börnum að fara vel með bækurnar, „enda taki eitt barnið við af öðru á sama heimili um notkun námsbókanna“. Maður þekkir nú, hvernig er um námsbækur, að þær vilja endast skammt stundum. Það er að vísu ekki vanþörf á því, að kennarar líti eftir því, að börnin fari vel með bækurnar, í skólunum að minnsta kosti, en það er barnalegt að vera að setja slík ákvæði í l. Ætti að hafa slík ákvæði í reglugerðum fyrir skólana fremur en í almennri lagasetningu. En hvað sem um þetta verður ákveðið, þá mun verða hér eftir sem hingað til, að ending bóka verður misjöfn. Er náttúrlega engin von um, að nein veruleg breyting verði á þessu, hvort skólabörnin fara vel með bækur eða ekki, þó að það verði sett inn í lögin, og svo sé mælt fyrir um, að eldra barn skuli taka við af yngra, - svo sparlega skuli á haldið og svo varlega með farið. (Hláturhviður. Forseti: Ekki ys í deildinni!). Ég segi nú eins og maðurinn sagði á dögunum, að ég treysti mér til að yfirgnæfa hávaðann, ef ég vil það við hafa. En hinu getur maður ekki búizt við með þeim breyt., sem ætlað er, að settar verði með þessum lögum, að betri bækur fáist og með hægra verði. Það mun verða fremur þveröfugt, og að því leyti getur maður sagt, að gott sé að hafa í lögunum, að kennarinn skuli áminna börnin um að fara vel með bækurnar. En mér virðist, að það færi vel á því, að þessi kafli laganna yrði prentaður á titilblað bókanna, ef vænta ætti einhvers árangurs, þó svo verði um stofnuarkver barna, að kafli þessi sé vonlítill til árangurs.

Hitt, að foreldrarnir vita það, að þau eiga að fá bókaforða handa börnum sínum fyrir þetta gjald, 5-8 kr., verkar svo, ats umhyggjan fyrir því, að börnin fari vel með bækurnar, slappast, og verður því verr farið með bækurnar og þær eyðileggjast fyrr en ella. Það er náttúrlega ekkert við því að segja, þó að slík fyrirmæli séu gefin í lögum, en ég vildi aðeins skjóta því til viðkomandi stjórnarvalda, ef nokkurs árangurs á að vænta af slíkum fyrirmælum, þá er áreiðanlega vissara að gera ráðstafanir til þess að þau komi fyrir almenningssjónir á annan hátt en í Stjórnartíðindunum, því það mun lítið tíðkast að Stjtíð. séu notuð á heimilum sem lestrarbók, eða almenningur í landinu noti þau almennt, hvorki til skemmtunar eða menntunar, eða svo ég minnist enn orða hv. 9. landsk., er mælti svo spaklega, að ekki mætti ætla, að lög teldust til bókmenntagimsteina; en svo lítur út fyrir, úr því að leggja á almenningi almennar lífsreglur í lögunum, að hann búist við, að lögin, þó þau séu ekki bókmenntalegur gimsteinn, þá séu þau a. m. k. bók, sem almenningur les, sem er mesti misskilningur. Það er því áreiðanlega vissara, ef ætlazt er til, að slík fyrirmæli sem þessi um meðferð bóka verði nákvæm og hnitmiðuð í framkvæmd, að gera ráðstafanir til þess að koma þeim til fólksins, og það þarf víðtækari ráðstafanir en fyrirmæli í l., sem ekki sjá nema e. t. v. í hæsta lagi 5% af landsmönnum, og börn náttúrlega alls ekki.

En þetta er nú náttúrlega alls ekki það eina, því ég sé, að í lok gr. er líka gert ráð fyrir, að setja megi þessi ákvæði í reglugerð þá, sem ráð er fyrir gert, að gefin verði út samkv. 2. gr. frv.

Ég verð að játa það, að ég skil ekki ákvæði 9. gr., þó matur hefði mitt vænta þess, eftir að hv. menntmn. hafði svo rækilega athugað frv. í fundi milli kl. 11-12 í miðnætti - sem víst enginn var mættur á nema form. -, að allt lægi ljóst fyrir. Mér þykir ekki ólíklegt, að a. m. k. hv. form. hefði þurft að setja upp gleraugun til að vita, hvort hann las rétt, þegar hann kom að þessari gr.

Í þessari gr. er svo fyrir mælt, að námsbækur, sem gefnar séu út samkv. l. þessum, megi ekki selja nema með leyfi - ja, hvers leyfi haldið þið, að þurfi að koma til? - Leyfi ráðh. þarf að koma til, ef bækur þessar mega ganga kaupum og sölum. Það út af fyrir sig, hvers vegna bækur þessar mega ekki óhindrað ganga kaupum og sölum, það teldi ég hæfilegt viðfangsefni fyrir hv. form. að glíma við. En ef krakka skyldi detta í hug að selja öðrum krakka bók, sem vildi kaupa, þá er það hvorki meiri né minni fyrirhöfn en að senda ráðh. beiðni um, hvort kaupin megi fara fram, - já, fyrr má nú vera! Við skulum setja sem svo, að eitthvert barn vildi selja öðru barni stafrófskver, sem þarf að kaupa og vill kaupa þennan bókmenntagimstein, þá nægir ekki að fara til skólameistara eða kennara og fá leyfi hjá honum, sem er leitarstjarna barnsins. - nei, heldur verður barnið að gera svo vel og setjast niður og skrifa eða fá annan til að skrifa - ráðh. og fá allramildilegast leyfi ráðh. til að selja bókina. Auðvitað er svo þetta ákvæði allsendis óþarft og á ekki þarna heima, þar sem svo er fyrir mælt, að börnin eigi að fá bækurnar ókeypis. Það er því heldur óþarft að tala um sölu, þegar ætlazt er til, að bækurnar verð gefnar.

Auðvitað er það aðeins hugsanlegt, að fullorðinn maður vilji kaupa t. d. stafrófskver til að rifja upp frumatriði lestrarkunnáttunnar, eða kannske einhverja aðra bók. En það er óþarfa fyrirhöfn, sem er lögð á þennan mann, sem vill kaupa slíka bók, hvort sem hann í heima norður í Langanesi eða Melrakkasléttu, austur í Hornafirði eða vestur á Snæfellsnesi eða Hornströndum, að þá skuli hann þurfa að sækja um leyfi til kennslumálaráðh., hvort hann megi kaupa bókina. Það virtist svo, sem unnt hefði verið að setja fyrirhafnarminni ákvæði; e. t. v. hefir þótt varða miklu að setja ströng ákvæði til að hindra sölu þessara bóka, en það má gera ráð fyrir, að hvötin hjá einstaklingunum til að fara kringum þessi lög sé heldur lítil, svo óþarfi sýnist að gera þessi ákvæði sem allra flóknust.

Ég vil skjóta því til hv. menntmn., hvort hún getur ekki fallizt á að gera breyt. á þessari gr., í þá átt, að einstaklingur gæti keypt slíkar bækur með minni fyrirhöfn, ef líf lægi við. Ég vil leggja áherzlu á, að það er mjög varhugavert að setja strangar reglur um lítilfjörleg atriði, eða atriði, sem ekki varða miklu, því eftir því sem það er erfiðara fyrir einstaklinginn að framkvæma það, sem hann ætlar sér, á löglegan hátt, eða komast yfir hluti, sem hann langar til að eignast, með löglegum hætti, eftir því verður freistingin sterkari að komast yfir öll takmörk og hindranir og fá sitt á ólöglegan hátt. Þess vegna geta slík ákvæði eða fyrirmæli orðið til þess að menn fari kringum lögin og taki síðar hver eftir öðrum. Ströng lög geta beinlínis leitt til þess, sem þeim er ætlað að varna, og þá er verr farið en heima setið, þegar lagasetningar eru virtar að vettugi. - Ég sé, að kl. er nú 3.45 og samkv. umtali við forseta mun ég nú fresta ræðu minni þar til síðar. - [Fundarhlé.]

Eins og þeir hv. þdm. muna, sem nú eru eftir hér í hv. d., þá tók ég að mér það hlutverk, sem hefði átt að vera hlutverk hv. n., eða hv. frsm. n., að gera grein fyrir efni frv. í einstökum atriðum, og hefi ég í því skyni farið yfir frv. gr. fyrir gr. Þegar ég frestaði ræðu minni í dag, var ég kominn að 10. gr. frv., og mun ég nú halda þar áfram og fara á sama hátt gegnum þær greinar, sem eftir eru.

Í 10. gr. frv. er svo mælt fyrir, að auk þess sem svo var fyrir mælt í fyrri hluta frv., að úthluta skyldi námsbókum til skólaskyldra barna eftir reglum, sem fram eru teknar í 1. gr., þá skuli ráðh., að fengnum till. ritstjóra skólabókanna, leggja fyrir ríkisprentsmiðjuna að gefa út eða útvega og útbýta á sama hátt sem námsbókunum öðrum skólanauðsynjum, svo sem forskriftabókum, stílabókum, teiknibókum, vinnubókum, pappír og ritföngum, enda sýni það sig - ég geri ráð fyrir, að þetta orðatiltæki megi skoða sem sönnun þess, að hv. form. menntmn. hafi ekki athugað frv. svo sem skyldi. Ég hygg, að þetta mál, sem þarna er notað, sé ekki til fyrirmyndar fyrir kennslu, jafnvel ekki í barnaskólum, en hér er þannig að orði komizt -, enda sýni það sig, að greidd námsbókagjöld hrökkvi fyrir slíkum vitbótarkostnaði. Það kemur fram í þessari gr., að tilgangurinn er sá, sem ég gerði ráð fyrir, að færa sig smátt og smátt upp á skaftið, eftir því sem föng leyfa. Það er dálítið merkilegt, að í þessum fyrirmælum 10. gr. er horfið frá því, sem annars hefir virzt vera ríkjandi ráð í þessari lagasetningu, að setja ráðh. undir yfirráð og húsbóndarétt ritstjórnar skólabókanna. Þannig er fyrir mælt í fyrri greinum frv., að ríkisstj. sé aðeins til ráðlegginga fyrir þessa ritstjórn skólabókanna, og virðist þar nokkuð langt gengið í því að draga úr virðingu þeirrar ríkisstj., sem fullkominn vilji er hjá höfuðstuðningsmönnum frv. að halda uppi. En svo er gerð á þessu bragarbót; þegar komið er aftur í 10. gr., er ráðh. gefið vald, og á hann nú að geta skipað fyrir um störf þessarar mikilsvirtu ritstjórnar. Við nánari athugun verður það skiljanlegt, hvernig á þessari miklu byltingu stendur. Þar sem ritstjórnin var sett yfir ríkisstj., var um það að ræða að ráða útgáfu og vali á bókum til kennslu barnanna, og það vald, að ráða, hvaða bækur mætti nota við kennsluna, mátti ekki fela ríkisstj., því það gat verið hætta á því, að hún væri ekki alltaf af réttu sauðahúsi. Það er eitt af því, sem alltaf er hugsanlegt í þingræðislandi, að skipti verði á ríkisstjórn, svo höfundum frv. hefir fundizt hyggilegra að haga þannig til, að ráðh. hefði ekki allt of mikil völd um slík mál sem uppeldi æskunnar, og skýringin í því, hvers vegna ráðh. er gefið þetta vald í 10. gr. frv., kemur fram í því, hvað það er, sem hann á að rita um. Það er að útvega skólanauðsynjar, eins og pappír, blek, þerriblöð, blýanta og ýmislegt þess háttar. Já - og forskriftabækur. Þar er lengst gengið í þá átt, að ríkisstj. megi hafa nokkur völd um þau efni, sem snerta kennsluaðferðir. Hún á að fá að ráða, hverskonar forskriftabækur eru notaðar. Það er líka aðeins mælt svo fyrir, að ráðh. leggi fyrir ríkisprentsmiðjuna að útvega þessa hluti, en sennilegt eftir öllum anda frv. og sjálfsagt svo til ætlazt, að framkvæmdin verði þannig, að þessi háa ritstjórn skólabókanna ráði því, hverskonar forskriftabækur verða notaðar, svo menn mega ekki gera sér allt of háar hugmyndir um það mikla vald, sem ríkisstj. er gefið með þessu ákvæði. Það er minna en virtist, í fljótu bragði séð, samanborið við aðstöðu ritstjórnarinnar.

Það er ekki gert ráð fyrir því í þessu sambandi, að í sambandi við ríkisprentsmiðjuna verði settar upp verksmiðjur til að framleiða þessa hluti, og gera má ráð fyrir, að tilgangurinn sé sá, að ríkisprentsmiðjan kaupi þessar skólanauðsynjar af öðrum, sem með þar verzla. En hvort er þá meiningin, að ríkisprentsmiðjan eigi að kaupa þessar skólanauðsynjar, sem kallaðar eru af innlendum verzlunum, sem eigi að sjá landsmönnum fyrir þeim, eða að ríkisprentsmiðjan komi sér í sambönd við erlenda kaupmenn eða jafnvel verksmiðjurnar sjálfar? Hvernig sem þessu verður háttað, er augljóst, að með þessu fyrirkomulagi - að fela þetta sérstakri stofnun, sem annars fast ekkert við slíka kaupsýslu - er stofnað til aukins kostnaðar við útvegun og dreifingu þessara hluta til þeirra, sem eiga að nota þá. Er því lítt skiljanleg sú drottnunargirni, sem kemur fram í þessum fyrirmælum, því þetta eru bein fyrirmæli, en ekki aðeins um heimild að ræða, sem hver ríkisstj. getur framkvæmt eða látið vera að framkvæma, eftir því sem henni finnst hagkvæmt og eðlilegt. Þetta er bein fyrirskipun um, að ríkisstj. skuli framkvæma þetta, þ. e. a. s. ef hin háa ritstjórn æskir þess. Það er að vissu leyti ekki svo mjög lækkaður vegur ritstjórnarinnar, því hún segir í raun og veru til um það, hvort þetta skuli gert eða ekki. Það má gera ráð fyrir, að þessi mektar stofnun sé svo samhuga höfundum þessa frv., að hún láti ekkert tækifæri ónotað til þess að færa út áhrifasvið sitt og muni því leggja til við ráðh. að framkvæma þetta. eins og til er ætlazt í frv. Hitt kynni að vera, að svo færi, að erfitt verði að uppfylla eitt skilyrði, sem að vísu er gert ráð fyrir, að þurfi að uppfylla til þess að verksviðið verði fært út á þetta víðara svið, því nú er ekki aðeins að ræða um námsbækurnar, heldur líka aðrar skólanauðsynjar, sem á að útvega og útbýta. Þetta skilyrði er, að það sýni sig - eins og svo snilldarlega er að orði komizt -, að greidd námsbókagjöld hrökkvi fyrir slíkum vitbótarkostnaði, sem sé að nemendunum verði lagðar til, auk námsbókanna, allskonar skólanauðsynjar. Um það vísa ég til þess, sem ég sagði í dag, að það kynni að vera vafasamt, hvort námsbókagjöldin hrykkju til fyrir viðbótarkostnaði, því líkurnar væru litlar fyrir, að þau nægðu til að standa straum af þeim kostnaði að leggja til ókeypis námsbækur eingöngu.

Þess vegna kynni það að verða vafasamt, hvort þessi fyrirmæli gætu komið til framkvæmda vegna fjárskorts.

Í 11. gr. frv. er mælt svo fyrir, að ráðherra skuli heimilt - hér er aðeins um heimild að ræða, en eins og áður, að fengnum till. ritstjórnarinnar - að leggja fyrir ríkisprentsmiðjuna að gefa út námsbækur í lestri fyrir byrjendur og aðrar bækur til smábarnakennslu, til undirbúnings hinni opinberu barnafræðslu, og útbýta þeim á tilsvarandi hátt við það, sem fyrir er mælt um aðrar námsbækur. - Ja - mér er ekki ljóst, hvað við er átt með þessu eða hverja þörf þetta hefir í frv. Mér finnst, að þetta gæti legið í fyrirmælum 2. gr., þar sem svo er fyrir mælt, að ríkið skuli gefa út allar námsbækur. Ég hefði haldið, að námsbækur í lestri væru nauðsynlegar fyrir barnafræðslu. Mér er það a. m. k. ekki skiljanlegt, hvernig á að framkvæma barnafræðslu eftir gildandi lögum, ef ekki á að kenna börnum að lesa. Þetta virðist þess vegna óþarft fyrirmæli og að vissu leyti þveröfugt við fyrirmæli þeirra laga, sem við eigum undir að búa. Ég vil vekja athygli hv. frsm. menntmn. á því, hvort það er ekki misskilningur, sem liggur til grundvallar fyrir þessu ákvæði 11. gr., þar sem aðeins er heimild fyrir ráðh. til að gefa út námsbækur í lestri fyrir byrjendur. Mér skilst, að þetta felist miklu ákveðnara í 2. gr. frv., þar sem í 11. gr. er aðeins um heimild að ræða, en í 2. gr. er mælt fyrir í þann hátt, að ríkið gefi út allar námsbækur, sem nauðsynlegar séu til barnafræðslunnar í landinu. Það er auðsætt, að þessar bækur, sem um ræðir í 11. gr., sem sé námsbækur í lestri, eru grundvallarskilyrði til þess, að hægt sé að framkvæma barnafræðsluna í landinu, og það er ekki aðeins óþarft að setja þetta ákvæði í 11. gr., heldur virðist jafnvel, ef það er þannig sett í lög, að það geti valdið vafa um skyldu viðvíkjandi framkvæmdum ákvæðanna 1 2. gr. um að gefa út allar bækur, sem nauðsynlegar séu til barnafræðslunnar. Þar við bætist, eftir því sem ég bezt veit, að það er misskilningur, ef þessi undantekning í byrjendakennslunni í lestri byggist á því, að slíkar bækur séu ekki notaðar í sambandi við fullnægingu á fyrirmælum fræðslulaganna, því að þar munu vafalaust öll börn nota, sem í skólaskyldualdri eru, en komin á það stig, að þau þurfa ekki að nota byrjendabækur. Það er vitanlegt, að skólarnir sem starfræktir í deildum, alveg frá því byrjað er að kenna börnunum að lesa, og er því tvímælalaust, að til þess að fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru, verður að sjá fyrir öllum bókum til barnafræðslunnar frá byrjun. Mér virtist þess vegna rétt að fella 1. gr. úr frv. því þá verða miklu heilsteyptari og ákveðnari fyrirmæli um framkvæmdir í þessum efnum. Auk þess finnst mér gr. ekki aðeins að efni, heldur einnig að formi vera hortittur á jafnprýðilegri löggjöf, sem hér er að ræða um. Því að málfæri til virtist leika nokkur vafi á, að það sé samboðið hv. frsm. meiri hl. menntmn. að hreyfa ekki við því, eins og frá því er gengið. Ég veit ekki, hvers vegna er verið að nota orðalagið „á tilsvarandi hátt“ og um aðrar námsbækur. Hvers vegna ekki „á sama hátt“? Ef bókunum á að útbýta ókeypis, þá verður að fara eins að í báðum tilfellum. Ég get ekki seð, að það sé rétt eða viðunandi að gera það á tilsvarandi hátt. Ef til vill er þetta þó ekki alveg eins hneykslanlegt og orðalagið á 10. gr., „enda sýni sig“, sem er hreinasta málleysa og alveg hneisa fyrir hv. 9. landsk., að honum skyldi yfirsjást að leiðrétta það fyrir þessa umr. Það hlýtur að verða mikill álitshnekkir fyrir hann sem skáld og rithöfund að vera bendlaður við aðra eins hrákasmíð og þetta frv. Satt að segja finn ég til með hv. þm., að hann skuli vera bendlaður við annan eins óskapnað og frv. er að þessu leyti.

Nú er ekki eins og endir sé bundinn á ætlunarverk þessarar ríkisútgáfu. Ein viðbótin kemur enn í 12. gr. Ég held næstum, að þar sem þetta frv. er fyrr fram komið en frv. um bráðabirgðabreyt. nokkurra l., sem hlotið hefir nafnið „bandormurinn“, þá geti leikið nokkur vafi á, að það frv. eigi þetta göfuga nafn skilið. Þetta námsbókafrv. gæti engu síður átt rétt til nafnsins, því það er alveg eins um það, að hér kemur hver liðurinn aftur af öðrum eins og í bandormi. - 12. gr. frv. mælir svo fyrir, að auk þess sem ríkisúgáfunni er skylt að gefa út allar námsbækur (nema til lestrarkennslu), sem nauðsynlegt er að nota í barnaskólum landsins, er ráðh. heimilt að leggja fyrir ríkisprentsmiðjuna að gefa út „skólanauðsynjar“. Aftan við 10. gr. kemur því 12. gr. sem einn liðurinn enn í þessum nýja bandormi. Gr. mælir svo fyrir, með leyfi hæstv. forseta:

„Ráðh. er heimilt, að fengnum tillögum ritstj., að leggja fyrir ríkisprentsmiðjuna að gefa út fleiri eða færri námsbækur og aðrar skólanauðsynjar“ o. s. frv. Ég skýt því til hv. frsm., 9. landsk., hvort honum finnist viðeigandi að tala um að gefa út skólanauðsynjar. (SE: T. d. landabréf). Má þá ekki líka gefa út t. d. penna, pennastengur, blýanta, reikningsspjöld, griffla o. s. frv.? 12. gr. heimilar ráðh. að gefa út allar námsbækur og skólanauðsynjar fyrir nemendur annara almennra skóla en barnaskóla, og útbýta þeim á sama hátt og öðrum bókum til barnafræðslunnar. En það er ekki gert ráð fyrir að gefa út neinar bækur til þess að kenna börnunum að lesa. En ætli önnur kennsla geti ekki orðið erfið, ef börnin læra aldrei að stafa? Það á sjáanlega að smáfæra sig upp á skaftið, en ekki láta við það sitja að geta út fleiri eða færri námsbækur og aðrar skólanauðsynjar fyrir barnaskólana, heldur á að smáherða á og gefa það einnig út fyrir gagnfræðaskóla og aðra almenna skóla, og er tilgangurinn því sæmilega sá, með tíð og tíma, að teygja angana út yfir útgáfu skólabóka allra unglinga í landinu og kennslubóka í æðri skólum, svo öll fræðslan verði byggð á réttum grundvelli, sem mjög er nú farið að tala um.

Ég get í þessu sambandi tekið fram, að mjög misjafnlega er af valdhöfunum tekið í stuðning við menn og atvinnufyrirtæki, eftir því hvort þeir, sem að þeim standa, eru í réttum flokki eða ekki Þannig verður náttúrlega um skólana og kennslubækurnar, að öðrum verður meinað að koma þar nærri en jafnaðar- eða framsóknarmönnum og kommúnistum og öðrum rauðliðum sömu tegundar. (Fjmrh.: Ætli það verði ekki fyrirskipað rautt blek?). Sennilega verður sett innflutningsbann á annað en rautt blek. En þó markið sé sett svona hátt nú með ríkisútgáfu skólabókanna, á hún ekki að taka enda með barnafræðslunni, heldur á hún með tíð og tíma að ná til æðri skólamenntunar. Þó er sleginn sá varnagli, eins og um frumbækur til kennslu í lestri, að námsbókagjaldið hrökkvi fyrir kostnaðinum. Það er þó sök sér þó það strandi að gefa út námsbækur og aðrar skólanauðsynjar fyrir æðri skóla, en það er fremur leiðinlegt, ef ekki er hægt að gefa út frumbækur til lestrarkennslu, vegna þess að námsbókagjöldin hrökkva ekki til, þar sem ráðh. á ekki að leggja fyrir ríkisprentsmiðjuna að gefa bækurnar út fyrr en jafnóðum og eftir því, sem þau gjöld hrökkva til. En svo er farið að tæpa á því, hvernig eigi að afla fjár til framkvæmdanna, ef kvíarnar verði færðar út, og er þá ráðh. heimilt að hækka námsbókagjöldin frá því, sem ákveðið er í 7. gr., jafnframt því, sem útgáfa er hafin samkv. þessari gr. Það er náttúrlega f sjálfu sér ekkert við því að segja, ef útgáfan er aukin og látin ná yfir stærra svið, því það krefur vitanlega meiri útgjalda og verður því að afla meira fjár. Er svo mælt fyrir, að ráðh. geti hækkað námsbókagjöldin smátt og smátt upp í samtals 15 kr. af heimili.

Þá er hér eitt atriði, sem mér er ekki ljóst, hvernig beri að skilja, og vildi ég beina því til hv frsm., ef hann skyldi vera hér einhversstaðar nálægt, að gefa skýringu á því. Svo er fyrir mælt, að eftir að búið er að heimila ráðh. að hækka námsbókagjöldin upp í allt að 15 kr. á heimili, þá skuli aðeins tekið hið hærra námsbókagjald. Hvað er hið hærra námsbókagjald? Er það 15 + 8 kr., eða hvað er átt við? Það virðist alveg augljóst, að þetta sé ekkert annað en einn hortitturinn enn, því það er gersamlega óþarft að taka fram, þar sem áður er búið að ákveða, hvað gjaldið megi vera hæst. Það kann að vera, að ekki þyki gera til, þó þetta standi í l., en vegna hv. frsm. og málsnilldar hans og rithöfundarhæfileika þykir mér leiðinlegt, að honum skyldi yfirsjást að leiðrétta svona áberandi hortitt, sem ég hygg, að hvert stautfært barn taki eftir. Sem sagt, þá finnst mér, að betur færi á, að þetta ákvæði væri fellt úr frv. Ég veit raunar ekki, hvað ég á að segja um niðurlagsorð þessarar gr., sem hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:

„Ráðherra setur sérstakar reglur til tryggingar því, að hið hærra námsbókagjald innheimtist með skilum af hverju gjaldskyldu heimili.“

Þetta verður þraut fyrir hvern ráðh. að leysa, sem um það fær að fjalla, og þraut, sem ég er hræddur um, að í mörgum tilfellum geti orðið erfitt að leysa. Lægra námsbókagjaldið eiga sveitarfélögin að greiða fyrir þá, sem ekki geta greitt það sjálfir. Ég veit ekki, hvers vegna er frá þessu vikið með hærri gjöldin. Nú er þetta svo, eins og hv. þm. hlýtur að vera ljóst, að þetta eru lægri námsbókagjöldin, að viðbættu aukagjaldi vegna þeirra bóka, sem getnar eru út, en ekki eru nauðsynlegar til barnafræðslunnar. Og það eru áður í frv. skýr ákvæði um, hvernig tryggð er greiðsla á þeim hluta námsbókagjaldsins, sem tilheyrir barnafræðslunni. En svo á ráðh. að setja sérstakar reglur um það, hvernig eigi að innheimta hærri gjöldin, þegar heimilin ekki greiða. Ég efast um, að þetta sé tilgangur frv., en er hræddur um, að þetta hafi farið svona úr hendi fyrir klaufaskap. Og vegna þess, að við athugun á frv. hefi ég svo víða rekið mig á svipaðan klaufaskap, tel ég mér heimilt að geta þess til, að þetta sé af sömu mistökum, að sveitarfélögunum er sleppt við að greiða hærra gjaldið, ef heimilin ekki greiða. Ég vil því skjóta því til hv. frsm, hvort honum virðist ekki rétt að lagfæra þetta ákvæði, því það verður erfitt fyrir útgáfu bókanna að innheimta gjöldin, ef þessari kvöð er létt af sveitarfélögunum, þó ég vilji á engan hátt hverfa frá því, að vanhöld geti orðið á gjöldunum, jafnvel þó sveitarfélögin eigi að greiða. Segi ég það með tilvísun til þess ástands, sem nú er, og geri ráð fyrir, að um þetta gildi nokkuð það sama og um aðrar greiðslur sveitarfélaganna. En hinsvegar er þó óhætt að fullyrða, að töluverð trygging sé í því, að sveitarfélögin greiði fyrir þá, sem ekki geta greitt sjálfir. á þann hátt gæti ríkissjóður þó alltaf innheimt töluverðan hluta af námsbókagjöldunum. Þess vegna finnst mér rangt og alls ekki í samræmi við tilgang frv., að sveitarfélögunum sé sleppt við að greiða hærri námsbóka gjöldin, eða a.m.k. þann hluta þeirra, sem tilheyrir barnaskólunum. Þar við bætist, að sú trygging, sem frv. reynir að veita fyrir því, að þessi hærri gjöld greiðist, er næsta veigalítil og barnaleg, að ráðh. setji reglur, sem tryggi það, að þau innheimtist með skilum. Ég efast um, að höfundar frv. hafi gert sér grein fyrir, í hverju sú trygging ætti að vera fólgin. Ég sé ekki, hvernig á að setja reglur um, að þau heimili, sem ekki geta greitt, greiði þrátt fyrir það með skilum. Þetta er ekki annað en barnaskapur, og því rétt að fella ákvæðið niður úr frv.

Svo kemur 13. gr. frv., sem er alltaf góð tala, og satt að segja geri ég ráð fyrir, að mörgum finnist svara til efnis gr. Með leyfi hæstv. forseta skal ég lesa gr. Hún hljóðar svo:

„Um afskipti fræðslumálastjórnarinnar, ritstjórn, útgáfu, útsendingu og dreifingu námsbóka þeirra og skólanauðsynja, sem um getur í 10., 11. og 12. grein, fer að öllu leyti á tilsvarandi hátt við það, sem fyrir er mælt um námsbækur handa skólaskyldum börnum, sem út eru gefnar samkvæmt þessum lögum.“

Ég veit ekki, hvernig í ósköpunum höfundum frv. hefir getað dottið í hug að setja þetta stagl inn í l., sem er svo gersamlega óþarft. Þetta liggur í hlutarins eðli og því engin þörf á að taka neitt fram um það. Og ég vil gera það að till. minni, að þessi gr. verði líka felld niður.

Í 14. gr. frv. eru settar alveg sérstakar heimildir fyrir ríkisprentsmiðjuna til þess að mega gefa til landabréf, og að útvega veggmyndir er líka heimilað í frv. Ef þetta eiga að kallast skólanauðsynjar - ja, kannske þetta séu heldur ekki skólanauðsynjar -, þá er þó óþarft að gefa út sérstakar heimildir um þessa hluti, þar sem annarsstaðar í frv. er búið að taka fram um útgáfu skólanauðsynja yfirleitt.

Það hefði verið ástæða fyrir hv. n. að verja meiri tíma til að athuga þetta frv., því að eins og það er að efni og öllum frágangi, þá er það hreinasta forsmán. Það er eins og þeir, sem það hafa samið, hafi naumast munað eftir því, hvað þeir höfðu tekið fram í næstu grein á undan þeirri, sem þeir voru í það og það skiptið að setja saman. Í fyrstu gr. er því opinbera heimilað að kaupa námsbækur, sem til eru, þegar l. þessi ganga í gildi, og það er sagt, að það eigi að miða verð þeirra við kostnaðarverð. Mér er ekki vel ljóst, hvað meint er með þessu. Ef það er meint með þessu, að bækurnar megi kaupa við kostnaðarverði, að vitbættu einhverju hundraðsgjaldi, sem ágóða fyrir eiganda, þá er þetta náttúrlega svo ónákvæmt, að það ákvæði hefir enga þýðingu í l.

En það er annað athyglisvert í þessu sambandi, sem ég geri ráð fyrir, að hæstv. fjmrh. þyki þó máli skipta, og það er það, að gert er ráð fyrir kaupum á upplögum af námsbókum, þ. e. að ríkisprentsmiðjan kaupi þau. En hér stendur ekki eitt orð um það, hverjir greiðsluskilmálarnir skuli vera. Það er alveg augljóst, að með slíkum kaupum getur verið stofnað til töluverðra skulda. Og það er ekki einu sinni orðað, að heimild skuli vera um það, að vegna þessara kaupa megi taka lán. Það virðist þó hljóta að vera óhjákvæmilegt, til þess að ríkisprentsmiðjan, ríkisstjórn og öll halarófan standi ekki uppi gersamlega félaus, þegar kaupin eiga að gerast.

Þá er hér í frv. ákvæði um það, að ráðh. eigi að gefa út skrá yfir námsbækur þær, sem nauðsynlegar verða að teljast fyrir barnafræðsluna í landinu. Og svo, hvaða kröfur skuli gera til þeirra bóka um efni og efnismeðferð.

Ég skal játa, að ég hefi lítið við fræðslustörf fengizt. En ég verð líka að játa það hreinskilnislega, að mér er ekki ljóst, hvernig á að fullnægja þessari kröfu l. um að taka fram í skrá, sem gefin er út yfir þessar bækur, sem nauðsynlegar eru til barnafræðslu í landinu, hvaða kröfur eigi að gera til þeirra um efni og efnismeðferð. Ég hefði haldið, að um hverja einstaka námsbók gæti þurft að semja heila bók, ef ætti að fylgja þessu ákvæði samvizkusamlega. Svo er nú það. Og ég hygg, að hv. frumvarpshöf. hafi sett þetta ákvæði inn í frv. Án þess að athuga það sérlega nákvæmlega.

Ég þykist nú hafa sýnt fram á, að frv. þessu er í ýmsu ábótavant. Það þyrfti vissulega nánari athugunar við en það hefir fengið í þinginu. Það virðist hafa farið svo í gegnum báðar þd., að gera má ráð fyrir, að n. beggja d. hafi hagað sér svipað í athugun á því eins og upplýst er, að hv. menntmn. þessarar d. gerði, að hún boðaði til fundar um málið, sem hún hélt á milli 11 og 12 um miðnætti, fundar, sem sjálfsagt hefir svo enginn komið á, en einhver hv. nm. hefir svo hripað nál., sem er ekki nema tvær línur. um það, að meiri hl. n. þyki tilhlýðilegt að berja þennan óskapnað í gegnum þingið. Þó að hv. menntmn. hafi ekki þessi orð, þá kemur það nú allt út á eitt. Engin tilraun til að laga þá smíðagalla, sem á frv. eru. Þetta atferli hv. n. skilst mér stafa helzt af því, að þeir menn, sem í þessum n. starfa, hafi haft einskonar oftrú á höfundum frv., þannig að þeim hafi fundizt, að það gæti ekki verið, að frv. úr slíkra manna höndum þyrfti nokkurra lagfæringa við.

Ég vænti nú, að hv. frsm. n. geri hér grein fyrir því, hvernig á því stendur, að hv. menntmn. hefir látið sér sæma að leggja til, að annað eins frv. verði samþ. og það, sem liggur hér fyrir á þskj. 782.

En að lokum vil ég þó, af því að mér virtist 9. gr. frv. vera svo fráleit, að ekki geti komið til mála að samþ. hana, leyfa mér að bera hér fram skrifl. brtt, um að 9. gr. falli niður. Leyfi ég mér að afhenda hæstv. forseta þessa brtt. með þeirri ósk, að hann sjái svo til, að leyfðar verði umr. um hana og atkvgr., þegar þar að kemur.