25.03.1935
Neðri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í C-deild Alþingistíðinda. (3458)

77. mál, bæjargjöld á Akureyri

Guðbrandur Ísberg:

Ég vil bara leyfa mér að benda þessum tveimur hv. þm., hv. þm. V.-Húnv. og hv. 2. þm. N.-M., sem sérstaklega hafa beitt sér gegn þessu frv. á það, að í bæjarstj. Akureyrar á forstjóri kaupfélags Eyfirðinga sæti. Ég hygg, að hann hafi alveg eins mikinn skilning á því, hvað hentar héruðunum í kring og eins mikinn velvilja í þeirra garð eins og þessir tveir hv. þm., svo að ég ekki tali um þekkingu á því, hvernig þetta mál liggur fyrir. Og með allri virðingu fyrir hv. 2. þm. N.-M. og hans þekkingu á því, hvað líður útsvaraálagningu á Akureyri, sem hann kann að hafa nokkru meiri vegna sinnar aðstöðu sem ríkisskattanefndarmaður, þá leyfi ég mér að efast um, að hann hafi lesið það mál svo ofan í kjölinn, að hann sé fær um að gefa um það ábyggilegri skýrslur hér í d. en ég hefi gert í umboði bæjarstj. Akureyrar, þ. á m. í umboði bæjarfulltrúans kaupfélagsstjórans Vilhjálms Þórs, sem ég óhikað leyfa mér að halda fram, að sé dómbærari um þetta mál en báðir þessir hv. þm. til samans, sem nú eru að gera sig að dómurum yfir bæjarstj. Akureyrar og fetta fingur út í tillögur hennar af litlum skilningi og enn minni sanngirni.