22.11.1935
Neðri deild: 80. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 68 í C-deild Alþingistíðinda. (3467)

185. mál, hluti af landi Ennis í Engihlíðarhreppi

Jón Pálmason:

Ég skal ekki tefja tímann með mörgum orðum. - Það er í sjálfu sér rétt hjá hv. þm. V.- Húnv., að það skiptir ekki miklu máli, hvort frv. fer til n. eða ekki. En það sýnir bezt, hvað hv. þm. V.- Húnv. hefir fylgzt vel með gangi hins málsins, sem hann nefndi, að hann hélt, að það hefði verið í landbn. og hv. þm. Ak. frsm. Auðvitað tók hann annað aftur, en ekki hitt.

En ég get ekki betur séð en að hv. d. gerði sig hlægilega með því að samþ. til n. svona frv., sem gengur í gagnstæða átt við það, sem hún er búin að samþ. með 25:5 atkv. að ég ætla, og það fyrir örfáum dögum. Ég sé ekki betur en að það liggi ljóst fyrir, ef hv. þd. vill vera sjálfri sér samkvæm, að frv. þetta beri að fella tafarlaust.