11.03.1935
Neðri deild: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í C-deild Alþingistíðinda. (3520)

55. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Sigurður Einarsson:

Það hefir hvað eftir annað borið við hér á þingi, að andstöðuflokkar núv. meiri hl. hafa ekki óskað eftir að taka þátt í atkvgr., og það hefir ekki verið átalið eða vítt, svo að ég muni til. Ef það er einhver réttur, sem þeir hafa, að leiða mál hjá sér, þá leiðir það af sjálfu sér, að við höfum hann á sama hátt, þangað til úr því verður skorið til fullnustu, hvort þessi vinnubrögð skuli viðgangast hér eða ekki. Það er bezt, að þetta atvik verði til þess að knýja fram úrskurð, sem gildir fyrir alla.