11.03.1935
Neðri deild: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í C-deild Alþingistíðinda. (3521)

55. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Forseti (JörB):

Ég hefi oft bent hv. þdm. á, að það er í raun og veru að bregðast þingmannsskyldu sinni að greiða ekki atkv. nema sérstaklega standi á, þannig, að málið, sem greidd eru atkv. um, snerti menn persónulega á einhvern hátt. Þó að það hafi einstaka sinnum komið fyrir, að menn hafa ekki greitt atkv., þá er það ekki nein algild regla, og vona ég, að hv. þdm. taki það ekki upp.