11.03.1935
Neðri deild: 25. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í C-deild Alþingistíðinda. (3522)

55. mál, sala mjólkur og rjóma o.fl.

Sigurður Kristjánsson:

Ég vil benda á, að það er meinloka í höfðinu á hv. 9. landsk. þessi samanburður, sem hann var að gera. Það er vitað, að stjórnarandstæðingarnir eru í minni hluta og geta alls ekki hamlað framgangi mála, því að meiri hlutinn getur komið þeim fram fyrir því. Þó er ég ekki að gefa neinn úrskurð um, hvort rétt sé að sitja hjá atkvgr. eða ekki.

Ef meirihl.flokkarnir hér á Alþingi ætla sér að hafa þessa aðferð til þess að drepa mál, þá er það af því, að þeir hafa ekki mannrænu til þess að segja já eða nei. Þetta er þess vegna allt annað en þótt minni hl. sitji hjá.

En þetta getur hafa ruglazt í höfðinu í hv. 9. landsk., því að mjólkin er orðin að hálfgerðum gerli í höfðinu á honum.