09.12.1935
Efri deild: 90. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í C-deild Alþingistíðinda. (3617)

180. mál, aukaútsvör ríkisstofnana

Frsm. Meiri hl. (Bernharð Stefánsson) [óyfirl.]:

Fyrir þessu þingi hafa legið æðimörg frv., sem hafa gengið út á það að útvega einstökum bæjarfélögum nýja tekjustofna. Undirtektir þær, sem frv. þessi hafa fengið, hafa verið mjög misjafnar, sérstaklega í hv. Nd. Það byrjaði með því, að þessi hv. d. afgreiddi málin nokkurnveginn í samræmi, en það hefir sýnt sig, að hv. Nd. hefir afgr. þau í algerðu ósamræmi, þannig, að sum af þessum málum hafa þar verið felld, en önnur alveg samskonar mál hafa verið samþ. T. d. var á fyrri hluta þessa þings, að ég ætla, heldur en á haustþinginu í fyrra, fellt frv. um heimild fyrir Akureyrarkaupstað til að leggja á vörugjald, og nú á dögunum var fellt frv. um samskonar heimild fyrir Siglufjarðarbæ, en hinsvegar er búið að senda hingað frv., sem búið er að samþ. í hv. Nd. og er um að heimila Sauðárkróki alveg samskonar rétt og þann, sem búið var að neita hinum bæjunum um.

Þetta frv., sem hér liggur fyrir, er með öðrum hætti en hin frv., þar sem það fjallar aðeins um að hækka aukaútsvör ríkisstofnana um helming, en náskylt hinum málunum að því leyti, að það fjallar um að auka tekjustofna þeirra bæja, þar sem ríkisstofnanir starfa. Nú er það orðið ljóst ýmsum hv. þm., að þetta ósamræmi, sem kemur fram í afgreiðslu þessara mála, er hvorki heppilegt, sanngjarnt eða réttlátt á nokkurn hátt. Þess vegna hefir, eins og hv. þdm. kannast við, verið borin fram í Sþ. þáltill. um það að fela hæstv. ríkisstj. að rannsaka þessi mál í heild sinni og leggja lagafrv. fyrir næsta Alþ., sem kemur nú saman eftir fáar vikur. Nú finnst oss í meiri hl. fjhn., eins og sjá má á þskj. 720 rétt að láta öll þessi mál, sem snerta tekjustofna bæjarfélaganna, heyra þarna undir og afgr. ekki meira af þeim á þessu þingi en búið er nú þegar. Þess vegna leggjum við til að afgr. málið með þeirri rökst. dagskrá, sem við berum fram á þskj. 720. Ég tel víst, að þetta mál um gjöld ríkisstofnana til bæjarfélaga verði tekið til athugunar jafnhliða því, sem aðrir tekjustofnar bæjarfélaganna eru atbugaðir. M. ö. o., mergur málsins er, hvernig ríkið og bæjarfélögin og sveitarfélögin eigi að skipta með sér þeim tekjum, sem talið er fært að leggja á skattborgarana, og þá er sjálfsagt, að þetta komi til athugunar eins og hvað annað. Hinsvegar er ekki sýnt, að nauðsyn beri til að afgr. þetta nú. Hér er það aðallega Reykjavík, sem hlut á að máli, og efnahagur Reykjavíkur er talinn það góður, að það getur ekki skipt neinu verulegu máli, þó að þetta biði í nokkrar vikur, þar sem tekjuaukning sú, er af þessu leiðir, yrði svo lítil.

Hvort svo að lokinni þeirri athugun, sem fram á að fara, verður horfið að því að hækka þetta gjald eða að finna aðra tekjustofna, - um það skal ég ekki neitt segja. En till. meiri hl. fjhn. er, að mál þetta verði afgr. á þann hátt, sem ég hefi tekið fram.