01.11.1935
Neðri deild: 62. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 223 í C-deild Alþingistíðinda. (3626)

151. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Flm. (Ólafur Thors):

Ég vil láta í ljós ánægju yfir þeirri yfirlýsingu, sem féll af vörum hæstv. atvmrh. um, að stjórnarfl. hefðu fyrir sitt leyti aðhyllzt, að niður félli 6% gjaldið til verðjöfnunarsjóðs. Tel ég rétt að skýra frá því, að Sjálfstfl. hefir óskað eftir því, ef þess væri nokkur kostur, að þetta gjald gæti fallið niður, og hafa staðið yfir samningaumleitanir um þetta mál innan sjútvn. Nd. milli stjórnarfl. og Sjálfstfl., og við höfum talið, sjálfstæðismenn, að það sé í sjálfu sér sameiginleg ósk stjórnarfl. og okkar, að þetta mál nái fram að ganga, þó að menn sjái á því ýms vandkvæði. Ég fagna því yfirlýsingu hæstv. atvmrh. um, að stjórnarfl. hafi fyrir sitt leyti talið þetta kleift, og þegar Sjálfstfl. einnig lítur svo á, að það muni vera kleift, má telja það sem árskurð um, að þessu gjaldi, sem sjávarútvegsmenn hafa kvartað mikið undan, verði nú létt af sjávarátveginum með sameiginlegum vilja okkar allra. Ég veit, að þetta verður ánægjuefni allra, sem vita um, hve mikla örðugleika sjávarútv. hefir átt við að stríða.