01.03.1935
Neðri deild: 17. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 406 í C-deild Alþingistíðinda. (3828)

29. mál, sandgræðsla

Forsrh. (Hermann Jónasson):

Um þetta frv., sem hér liggur fyrir, vil ég segja það, að ég vænti þess, að því verði vísað til n. og að það verið tekið til athugunar þar. Það er ýmislegt, sem bendir til þess, að það sé hægt að koma því svo fyrir, að sandgræðslustjóri og skógræktarstjóri séu einn og sami maður. Báðir hafa þeir umboðsm. á sömu stöðum, sem ekki hafa nægilegt verkefni, og virðist það vera heppilegra að hafa sömu umboðsmenn fyrir hvoratveggja. Það er ýmislegt fleira, sem þarf að athuga viðvíkjandi verkaskiptingunni milli Búnaðarfél. Ísl. og ríkisstj. En það er undir athugun hjá mönnum, sem búnaðarþingið hefir fengið til þess, og ég hefi fengið til þess. Það eru alls 4 menn, sem hefir verið falið að athuga þetta.

Þó að þetta frv. sé spor í rétta átt, en það er borið fram með vilja þess manns, sem hefir haft sandgræðsluna með höndum, því hann hefir óskað eftir því, að sandgræðslustjórastarfið heyrði beint undir landbúnaðarráðh., þá býst ég samt við, að þetta mál verði leyst í sambandi við hina almennu athugun, sem fram á að fara. Hinsvegar er, eins og ég gat um áður, vel til fallið, að málið fari til landbn. til athugunar.