08.03.1935
Neðri deild: 23. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í C-deild Alþingistíðinda. (3874)

49. mál, varnir gegn berklaveiki

Jónas Guðmundsson:

Ég vil taka það fram, að ef ég hefi sagt, að þetta mál, sem ég gat um, kæmi á næsta þingi, þá er það mismæli, því að ég veit ekki betur en að frv. komi inn í þingið næstu daga, eins og önnur frv. frá tryggingarmálan. Að öðru leyti þarf ég ekki að svara síðasta ræðumanni, því að ég er honum sammála um það, að nauðsyn beri til að gera breyt. viðvíkjandi gjaldgetu sveitarfélaga, og það er það, sem nú er verið að bollaleggja um. En það er mikið vandamál. Vænti ég því, að bæði hv. þm. V.-Sk. og hv. 7. landsk. leggi sitt lið á sínum tíma til þess, að þetta mál verði leyst í bróðerni af öllum flokkum.