15.03.1935
Neðri deild: 29. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 504 í C-deild Alþingistíðinda. (3975)

79. mál, stofnun atvinnudeildar við Háskóla Íslands

Flm. (Thor Thors):

Út af orðum hv. síðasta ræðumanns, 9. landsk., vil ég taka það fram, að atvinnudeildin á að geta sent frá sér útskrifaða menn, þó þeir hafi ekki prófessorsréttindi. Ég vil einnig mótmæla því, að við séum að tefja málið, þó við viljum láta það fá nægan undirbúning. Þó málið væri afgr. með þál., gæti hún verið svo ákveðið orðuð, að allir aðilar væru skyldugir til að fylgja henni, og ef allir flokkar stæðu saman að því að samþ. hana, er það algerlega rangt, að það sé laus grundvöllur undir málið.

Ég er annars hissa, hvað hv. þm. er viðkvæmur fyrir því, þó hann sé nefndur skáld; flestir aðrir eru upp með sér af því. Ég skal svo ekki blanda mér inn í, þó hv. 9. landsk. væri að ámæla 9. landsk. fyrir vindhanahátt.