23.03.1935
Neðri deild: 36. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í C-deild Alþingistíðinda. (4054)

110. mál, eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga

Flm. (Páll Zóphóníasson):

Ég er ekki svo fróður, að ég geti sagt um, hvort þetta er nýmæli eða ekki. En hitt veit ég, að að þessu kaupfélag þarna standa menn úr fleiri hreppum, sem þurfa á þessu landi að halda, og þess vegna er þarna að ræða um almenningsheill. Þess vegna hygg ég, að það sé algerlega réttmætt, ef samkomulag ekki næst um þetta land öðruvísi, að það sé tekið eignarnámi, og í samræmi við það, að eignarnám undir svipuðum kringumstæðum er heimilt, ef um land á löggiltri verzlunarlóð er að ræða.