04.04.1935
Neðri deild: 44. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í C-deild Alþingistíðinda. (4072)

110. mál, eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga

Magnús Torfason:

Ég vil þakka hv. þm. V.-Sk. fyrir hans góðu orð. Við erum sammála um það, að rétt sé að taka eignarnámi lóðir undir verzlanir, og þá eins í sveitum. Ég er ekki nákunnugur því, hvernig á stendur þarna eystra, en ég veit það sem stofnandi mjólkurhússins á Rauðalæk, að lóðin er of lítil. En auðvitað verður þetta athugað nánar í nefndinni. Ég skal játa það, að mér finnst landsvæði það, sem farið er fram á í frv., 40 ha., vera nokkuð stórt. - Hv. þm. V.-Sk. var að hneykslast á því, að talað væri um hrossabeit í frv. Ég vil í tilefni af því leggja til, að n. sendi frv. dýraverndarfélaginu til umsagnar.