04.04.1935
Neðri deild: 44. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 540 í C-deild Alþingistíðinda. (4080)

110. mál, eignarnám lands handa kaupfélagi Rangæinga

Forseti (JörB):

Þetta eru ekki gildar ástæður hjá hv. 8. landsk. og ekkert annað en krókaleiðir til þess að komast hjá því að greiða atkv., því að í frv. stendur ekkert um það, að taka eigi þessa eign, sem hér um ræðir, ef nauðsyn er fyrir hendi, án þess að eitthvað komi í staðinn. Þvert á móti er það tekið, fram, að fullt verð skuli koma fyrir eignina. En það er nauðsynlegt að meta, hvort það gæti komið til mála, að þörf væri á því, að þessi eign yrði tekin eignarnámi. Það er m. a. verkefni þeirrar n., sem fær málið til meðferðar, ef það atriði liggur ekki ljóst fyrir.