04.11.1935
Neðri deild: 64. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í C-deild Alþingistíðinda. (4153)

153. mál, garðyrkjuskóli

Flm. (Bjarni Bjarnason):

Ég blanda mér ekki í það, hver fyrstur hefir hreyft þessu máli, heldur læt hæstv. forsrh. um, að koma með sínar skýringar á því. Ég held, að menn verði ekki miklu fróðari um það eftir ræðu hv. 9. landsk., hvað á hér heima í lögum og hvað í reglugerð. Í frv. er gert ráð fyrir reglugerð, sem taki ýms atriði nánar fram. En ef menn lesa grg. þessa frv. og bera hana saman við grg. frv. hans, mun mönnum verða ljóst, hversu miklu betur þetta frv. er undirbúið. Enda játaði hv. 9. landsk. sjálfur, að frv. sitt væri aðeins rammi, þar sem taka ætti flest atriði fram í reglugerð. Það er því hans frv., sem er flausturslegt.