15.11.1935
Neðri deild: 74. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 621 í C-deild Alþingistíðinda. (4194)

161. mál, sláturfjárafurðir

Pétur Ottesen [óyfirl.]:

Þetta er bara tóm vitleysa, eins og yfirgnæfandi meiri hluti af því, sem hv. þm. hefir sagt um allt þetta mál. Sláturfél. hefir alltaf borgað mismunandi mikið til bænda, eftir því hvað verðið hefir verið hátt. En að Sláturfél. hefir neyðzt til að ákveða minni útborgun til bænda nú, er afleiðing af hinni sorglegu reynslu frá síðasta ári og störfum kjötverðlagsn.

Viðvíkjandi spurningunni, hvort við ætlum ekki að borga bændum uppbótina, vil ég svara því, að Sláturfél. Suðurl. hefir alltaf borgað uppbót. Það borgaði yfir 40 þús. kr. uppbót árið áður en kjötverðlagsn. fór að starfa. Það er þess vegna undir starfi kjötverðlagsn. komið, hvort Sláturfél. Suðurl. getur borgað uppbót á þessu ári. Er því mjög seilzt um hurð til lokunnar þegar hv. þm., sem hefir þetta í hendi sér sem form. kjötverðlagsn., spyr mig, hvort Sláturfél. borgi uppbót á þessu ári. Verði einhver afgangur af rekstri félagsins, verður að borga hann sem uppbót, en það fer eftir því, hvort kjötverðlagsn. gengur nú í réttlætisáttina gagnvart þessu félagi frá því, sem verið hefir, eða ekki. Hv. þm. svarar þessu með sinn starfi í kjötverðlagsn.