14.11.1935
Neðri deild: 73. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í C-deild Alþingistíðinda. (4234)

168. mál, fiskimálanefnd

Héðinn Valdimarsson:

Ég hefi ekki trú á einlægum sparnaðarvilja þessara manna, a. m. k. ekki að því er snertir laun forstjóra samlagsins.

Ég hefi bent á það áður, að fortíð þessara „þekkingarmiklu“ forstjóra bendir ekki til þess, að þeir leggi mikið af mörkum í þessu efni. Þeir voru upphaflega ráðnir með sérstaka verkaskiptingu fyrir augum, en hafa ávallt allir viljuð vasast í öllu. Ég er með því að spara í þessum efnum, en þá á að gera rekstur samlagsins sem ódýrastan og ekki að byrja sparnaðinn í stjórnarnefndinni, því að hún er tiltölulega langódýrust, enda launuð úr ríkissjóði. Hinsvegar er vafalaust, að fækka mætti þar starfsmönnum og lækka laun annara, og þá fyrst og fremst forstjóranna.