21.11.1935
Neðri deild: 79. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 684 í C-deild Alþingistíðinda. (4290)

183. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Flm. (Gísli Guðmundsson) [frh.]:

Ég sé ekki ástæðu til þess að bæta neinu verulegu við það, sem ég sagði um þetta mái á fundi hér í gær. Ég vil þó bæta því við út af því, sem hv. 3. landsk. sagði um síldarverksmiðjur ríkisins og samvinnufélögin, að auðvitað hlýtur. honum að vera kunnugt um það, að samkv. sérstökum l. eru samvinnufélög nokkuð gjaldskyld til bæjar- og sveitarfélaga. Þó að samvinnufélögin væru þess vegna skoðuð hliðstæð ríkisverksmiðjunum, þá þýðir það ekki, að þær eigi að vera gjaldfrjálsar. Hinsvegar get ég ekki fallizt á, að síldarverksmiðjurnar geti talizt hliðstæðar stofnanir samvinnufélögunum, og verður eflaust tækifæri til að ræða það síðar.

Út af því, að hv. þm. sagði, að hann kynni betur við, að þessu máli væri vísað til sjútvn. heldur en fjhn., þar sem um væri að ræða breyt. á síldarverksmiðjulögunum, sem voru í sjútvn., er það að segja, að mér er það ekkert kappsmál, til hvorrar n. frv. er vísað. En þar sem mér virtist hér fyrst og fremst um fjárhagsmál að ræða fyrir þau bæjar- eða sveitarfélög, sem hér eiga hlut að máli, og slíkum málum er yfirleitt vísað til fjhn., þá lagði ég til, að frv. væri vísað þangað. En sem sagt geri ég það ekki að neinu kappsmáli.