19.02.1935
Neðri deild: 9. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 413 í B-deild Alþingistíðinda. (434)

3. mál, verðtollur og bráðabirgðaverðtollur

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Frv. þetta fer fram á framlenging laganna um verðtoll, og ennfremur laganna um bráðabirgðaverðtoll. Frv. er byggt á því, að ekki þykir fært að skerða tekjur ríkissjóðs frá því, sem þær eru áætlaðar 1935. Áður hafa lög þessi verið framlengd hvor um sig með sérstökum lögum, en þetta þykir einfaldara, að framlengja þau með einu frv. bæði.

Sé ég svo ekki ástæðu til þess að fjölyrða um þetta frekar og legg til, að frv. verði vísað til fjhn.umr. lokinni.