11.03.1935
Efri deild: 22. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 415 í B-deild Alþingistíðinda. (450)

3. mál, verðtollur og bráðabirgðaverðtollur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Með þessu frv. er farið fram á framlengingu á gildi tveggja laga frá síðasta þingi, laga um verðtoll og laga um bráðabirgðaverðtoll, þannig að þessir tollar gildi til ársloka 1936. Þetta frv. á þannig að koma í stað þessara tveggja laga, en fer ekki fram á neinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Ég býst ekki við, að nauðsynlegt sé að færa rök fyrir því, að ríkissjóður má ekki missa þær tekjur, sem hann hefir haft af þessum tekjustofnum, og leggur fjhn. því til, að frv. verði samþ.

Ég skal ekki segja nema einstaka nm. kjósi að gera grein fyrir afstöðu sinni sérstaklega, en f. h. n. sem heildar hefi ég ekki annað um þetta mál að segja að þessu sinni.