09.12.1935
Neðri deild: 94. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 836 í C-deild Alþingistíðinda. (4560)

125. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Jón Pálmason):

Hv. 1. þm. Árn. sannaði sjálfur rækilega, að nýju l. eru heldur til spillis en hitt. Einmitt þetta, að menn halda því fram, að sumstaðar sjáist ekki branda á síðustu árum, er sönnun fyrir því, að l. eru brotin, annaðhvort viljandi eða af því, að þau eru óákveðin. Samkv. lögunum eiga árnar að vera alveg opnar a. m. k. 60 klst. á viku, svo laxinn ætti þó að hafa frjálsa leið þann tíma. En í l. eru ýmsar orðaskýringar villandi eða skakkar, sem teygja má sitt á hvað, og eru þau því brotin miklu meira vegna þess, hvað illa er frá þeim gengið. Að vísu hefir hv. þm. átt þátt í þeirri lagasetningu, hvort sem hann hefir nokkuð komið nærri veiði áður. En það er ekki vel frá þessum hlutum gengið, svo það er full þörf á breytingu.