09.12.1935
Neðri deild: 94. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 837 í C-deild Alþingistíðinda. (4563)

125. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. (Jón Pálmason):

Það eru aðeins örfá orð, aðallega viðvíkjandi ummælum hv. þm. Borgf. um möskvastærðina. Hv. þm. greiddi frv. atkv. í fyrra, og var þó í því alveg shlj. ákvæði um þetta efni. Annars held ég, að hv. þm. geri sér ekki grein fyrir því, sem hér er um að ræða. það hefir vitanlega engin áhrif, hvort möskvinn er 3,5 eða 4,5 cm., því hvort sem er veiðir alls ekki lax, heldur er aðeins um stærri eða minni silung að ræða.

Hv. þm., sem síðast talaði, sagði, að það væri ekki löggjöfinni að kenna, þó hún væri brotin. En ég veit dæmi þess, að ýmsar orðaskýringar í l. valda reginmisskilningi, og er beitt þann veg, að minni líkur eru til, að þau nái tilgangi sínum en áður var. Þessar skýringar þurfa að vera gleggri, eða skaffa mönnum nauðsynleg verkfæri, svo almenningur hafi aðstöðu til þess t. d. að skera úr, hvar straumlína er. En allir geta mælt, hvar dýpið er mest. Ég veit dæmi þess, að lagt hefir verið yfir höfuðál, þar sem eingöngu er miðað við breidd.