08.03.1935
Efri deild: 20. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 416 í B-deild Alþingistíðinda. (458)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Þetta frv. er einskonar leiðrétting við skattalagafrv. það, sem fram kom á síðasta þingi. Það var ætlunin, að undirskattanefndarmenn þeir, sem þá voru starfandi, heldu því starfi áfram út skipunartíma sinn. En þetta atriði var ekki nógu skýrt í lögunum, og vill fjhn. því leita samþykkis Alþ. um brtt. við það. Leggur n. til, að frv. verði samþ. með þeirri breyt., sem fyrir liggur.

Ég vil geta þess, að fjhn. hefir borizt erindi frá settum skattstjóra í Rvík, þar sem farið er fram á frekari breytingar við frv. En n. hefir ekki ennþá tekið afstöðu til þessara breytinga.

Ef n. flytur frekari brtt. við frv., þá kemur hún fram með þær fyrir 3. umr.