26.11.1935
Neðri deild: 83. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 877 í C-deild Alþingistíðinda. (4639)

145. mál, skotvopn og skotfæri

Jón Sigurðsson:

Ég ætla ekki að fara að ræða þetta frv., en vil leyfa mér að skjóta því til þeirrar n., sem fær málið til meðferðar, að það væri æskilegt, a. m. k. frá mínu sjónarmiði, ef hægt væri að breyta frv. þannig, að því þyrfti ekki að fylgja neitt sérstakt umstang, þó maður þyrfti að fá sér byssu til þess að skjóta kind eða eitthvað þess háttar. Mér finnst það ætti að vera hægt að laga þetta þannig til, því það er galli að þurfa að safna vottorðum, að það sé nauðsynlegt atvinnurekstri sínum, og ef halda þarf sérstakar skrár þar yfir, þó menn afli sér tækja, sem nauðsynleg eru á hverju heimili, og jafnvel er lögboðið að nota.