25.03.1935
Neðri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara, eða réttara sagt brtt., því minn fyrirvari er út af henni. Ég hefði talið æskilegt, ef hægt hefði verið að útbúa skattskrána á þann hátt, sem l. gera ráð fyrir, en hinsvegar felist ég á, meðan undirbúningur vegna breytingar á skattskránni er ekki betri en hann er hér í Rvík, þá vildi ég ekki beinlínis setja mig á móti þessari breytingu nú á þessu ári, en fyrirvari minn þýðir það, að ég tel eðlilegra og æskilegra, að skattskráin verði gerð eins og til er tekið í tekjuskattslögunum.