01.04.1935
Sameinað þing: 7. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (4674)

22. mál, landhelgisgæsla

Frsm. (Pétur Ottesen) [óyfirl. ]:

N. sendi forstöðumönnum þeirra stofnana, sem hér um ræðir, þetta mál til athugunar og umsagnar. Að fengnum upplýsingum frá þeim hefir n. orðið ásátt um að mæla með því, að þáltill. verði samþ. Þar sem innan þessara stofnana er að sjálfsögðu mestur kunnugleiki á þeim málum, sem hér um ræðir, þá álítur n. réttast, að þessum stofnunum og forstjórum þeirra sé alveg í sjálfsvald sett, hvort þeir framkvæma þessa rannsókn, sem hér um ræðir, sjálfir eða fela öðrum mönnum innan stofnananna, sem nægilega þekkingu hafa til að bera í þessum efnum, að framkvæma þessa starfsemi. Þegar þessi rannsókn hefir farið fram, er ætlazt til þess, að þessar stofnanir sendi till. sínar til hæstv. stj., helzt það snemma, að hæstv. stj. geti lagt till. fyrir næsta fjárlagaþing.

N. hefir því fallizt á till. eins og hún liggur fyrir, að öðru leyti en því að fastákvarða þetta við framkvæmd þessara rannsókna við þessar stofnanir, sem hér um ræðir, og að jafnframt verði þessi rannsókn framkvæmd án sérstakrar borgunar fyrir starfið. Eftir því viðtali að dæma, sem ég hefi átt við nokkra af þessum mönnum, ætla ég ekki, að það atriði muni standa í veginum fyrir þessari rannsókn málsins.

Eg hefi svo ekki fleira um þetta að segja, en ég vil mælast til þess við hv. þm., að þeir samþ. till. með þeirri breyt., sem gerð hefir verið á henni.

Tveir af nm. hafa skrifað undir nál. með fyrirvara, og býst ég við, að þeir muni gera grein fyrir afstöðu sinni, ef þeir telja þess þörf.