01.04.1935
Sameinað þing: 7. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (4675)

22. mál, landhelgisgæsla

Jónas Guðmundsson:

Við Alþýðuflokksmennirnir í fjvn. höfum skrifað undir þessa till. sem hér um ræðir, með fyrirvara. Það stafar þó ekki af því, að við séum mótfallnir till. eins og hún liggur fyrir, né heldur af því, að við séum andvígir þeirri brtt., sem flutt hefir verið af fjvn. í heild við till. Fyrirvari okkar nær aðeins til þess, að af samþykkt þessarar brtl. leiðir það, að okkar dómi, að hæstv. stj. hefir ekki heimild til þess að kosta neinu fé til undirbúnings þessarar framkvæmdar, sem hér um ræðir. Það er vitanlegt, að þekking margra þeirra manna, sem ætlazt er til, að vinni að þessum málum, er mjög takmörkuð, t. d. að því er snertir smáútgerðina í landinu, en það er ekki sízt lnauðsynlegt, að þar sé fullkomin þekking viðhöfð. Við vildum hafa þennan fyrirvara, til þess að það kæmi skýrt fram, að við viljum láta líta svo á, að hæstv. stj. hafi heimild til þess að eggja í lítilfjörlegan kostnað, sem óhjákvæmilegur væri í þessu sambandi, sem vitanlega verður því minni sem þessir starfsmenn ríkisins, er eiga að hafa þessi störf með höndum, leysa meira verk af hendi í þessu efni. Fyrirvarinn tekur ekki til annars en þess, að ekki sé útilokað með öllu, að hægt sé að láta frekari upplýsingar í té heldur en þeir menn kunna að geta veitt, sem sérstaklega er ætlað að vinna að þessum störfum.

Vil ég svo, eins og aðrir hv. nm., leggja til, að þessi þáltill. verði samþykkt með þeirri breyt., sem fjvn. hefir borið fram.