30.03.1935
Efri deild: 38. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í B-deild Alþingistíðinda. (471)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Þetta frv. var til athugunar hjá fjhn. Ed., en n. hefir ekki haft aðstöðu til að athuga það að nýju. Það voru gerðar breyt. við frv. í Nd., sem hafa verið samþ. þar. En ég segi fyrir mig, að ég er á móti því að samþ., að ekki skuli tilgreindar á skattaskránni sundurgreindar tekjur manna, hvað er af eignum og öðru.

Áður en frv. verður afgr. frá Alþ., vil ég heyra yfirlýsingu frá hæstv. fjmrh., hvort hann vill sjá um, að á skattstofunni séu til sundurgreindar tekjur manna, sem menn hafa aðgang að að skoða, þó ekki væri jafnsnemma og tekjuskattskráin er lögð fram í bæjarþingsalnum.

Ég hefði annars viljað koma með brtt. um, að slíkur listi liggi frammi í sjálfri skattstofunni.