02.04.1935
Sameinað þing: 8. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 45 í D-deild Alþingistíðinda. (4731)

112. mál, verðuppbót á útflutt kjöt

Sigurður Einarsson:

Ég held, að hv. 1. þm. Skagf. hafi misskilið mig. Hann hélt því fram, að ég hefði sagt, að hér væri um engan sparnað að ræða. Það sagði ég ekki, heldur hélt ég því fram, að þessi sparnaður væri minni en menn gerðu ráð fyrir. Rökin voru þau, að bæði sá kostnaður, sem af vélritun leiddi, og það, að skjalaparturinn mundi mikið vaxa, gerðu það að verkum, að sparnaðurinn yrði minni en menn gerðu ráð fyrir.

Hv. þm. V.-Húnv. mun ég engu vara. Hann rakti til þess langa sögu, hvers vegna hann fór að kalla mig öðru nafni en hér á að kalla mig. Vitanlega er öllum kunnugt um orsökina til þess, að þessi hv. þm. situr hér á þingi. Hann flaut inn á lánuðum íhaldsatkv., eða „paa lögn og laan“, eins og Ibsen segir.