04.04.1935
Sameinað þing: 12. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í D-deild Alþingistíðinda. (4773)

120. mál, skaði af ofviðri

Garðar Þorsteinsson [óyfirl.]:

Ég skal ekki tefja mikið umr., en ég hefi hugsað mér í sambandi við þetta mál um bætur vegna tjóns af völdum ofveðurs, að fá upplýsingar hjá hæstv. ríkisstj., hvað hún hefir hugsað sér að bæta, hvernig hún hefir hugsað sér um framkvæmdir og ráðstafanir þar af leiðandi, — hvort bæta á tjónið jafnmiklu hlutfallslega félögum sem einstaklingum o. s. frv. vitanlega er mér fullljóst, að 60 þús. kr. hrökkva of skammt. Ég hygg, að það sé ekki rangt með farið, er annar eyfirzki matsmaðurinn sagði mér, að það, sem fyrst og fremst væri metið, væri hjá einstaklingunum, og aðeins þeim ætti að hjálpa eða styrkja.

Þá vil ég einnig spyrjast fyrir um, ef menn eða félög, sem hafa átt bryggjur, eru ekki svo fjárhagslega stæð að geta komið þeim upp sjálf, — ætlar hæstv. ríkisstj. þá að veita lán eða ábyrgð til að koma þessu í kring? — Þessar upplýsingar langar mig til að fá, af því að ég veit um menn, sem leitað hafa til ríkisstj. og munn gera út skip sín í sumar, ef þeir fá ákveðin svör um bætur þessar. Ennfremur langar mig til að spyrjast fyrir um, hvort matsnefnd sú, sem skipuð var í sumar, skuli starfa áfram og ráða því, hverjir fá bætur o. s. frv.

Ég hefi borið fram brtt. um 1500 kr. styrk til bryggju á Litla-Árskógssandi. Hv. fjvn. hefir tekið vel í það mál. Að vísu hefir hún lækkað þetta framlag um 300 kr., en ég felli mig við hennar till. og tek því brtt. mína hér með aftur.

Út at till. hv. þm. N.-Þ. vil ég taka það fram, að fiskimenn á Litla-Árskógssandi standa öðruvísi að vígi en þeir, sem um ræðir í till. hans á þskj. 380, vegna þess að 2 undanfarin ár hefir verið gerð samþ. um, að Fiskifél. greiddi svo og svo háa upphæð til að reisa bryggju á Litla-Árskógssandi, en hefir verið strikað út, af því fé hefir ekki verið fyrir hendi. Mér er ekki kunnugt um, að neitt slíkt liggi fyrir um Þórshöfn né Kópasker, og held því, að þar sé enginn samjöfnuður. Ég segi þetta ekki vegna þess, að ég sé á móti því, að þeir fái bryggju, heldur til að sýna, að till. þessi er ekki frambærileg af þessari ástæðu.