04.04.1935
Sameinað þing: 12. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 110 í D-deild Alþingistíðinda. (4786)

120. mál, skaði af ofviðri

Forseti (BÁ):

Mér hafa borizt 2 skrifl. brtt. Önnur er við till. til þál., um fjárframlög úr ríkissjóði vegna skaða af ofviðri 26. og 27. oki. síðastl., frá Jóni Baldvinssyni, og hljóðar svo: við 1. lið. Á undan „Skagafirði“ komi Snæfellsnessýslu (Ólafsvík). — Hin skrifl. brtt. er frá Einari Árnasyni, við viðaukatill. á þskj. 353, og hljóðar svo: Aftan við „Þingeyjarsýslna“ komi: og bæjarstjórn Siglufjarðar. — það þarf tvennskonar afbrigði til þess að þessar brtt. megi taka til meðferðar.