22.03.1935
Efri deild: 32. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 134 í D-deild Alþingistíðinda. (4823)

103. mál, drykkjumannahæli

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Ég vildi í þessu sambandi benda á þskj. 406, frv. til l. um opinbera forsjá sjúkra manna og örkumla. Þar er einmitt gert ráð fyrir, að drykkjumenn geti fallið undir ákvæði þeirra l., eins og aðrir, sem sjúkir eru eða ekki færir um að sjá fyrir sér sjálfir, enda munu þeir í nágrannalöndunum vera settir á bekk með þeim, sem þjást af langvinnum sjúkdómum.

En það er fjárhagshliðin, sem ekki er tæmandi í frv.

Að öðru lyti er mér ekki fyllilega ljóst, hver önnur löggjöf er nauðsynleg vegna slíkra sjúklinga. Það mundi þá sérstaklega vera um fjárframlag ríkissjóðs til hælisbyggingar. Ég get nú þegar lýst yfir því, að ég er þáltill. fylgjandi og tel rétt og sjálfsagt, að þingið láti í ljós skoðun sína á málinu. Það hefir áður verið gerð nokkur athugun um stofnun drykkjumannahælis hér, en ég get ekki sagt um, hver árangur hefir af því orðið. eða muni verða, þó ríkisstj. greiði fyrir málinu eftir því, sem hún hefir aðstöðu til.

Ég hefi ekki athugað til fulls nema e. t. v. væri ástæða til að fella aftan af till., en þó mun þess ekki sérstök þörf, einkum ef ríkisstj. verður falið málið til rannsóknar.