25.03.1935
Sameinað þing: 6. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í D-deild Alþingistíðinda. (4858)

21. mál, ríkisrekstur atvinnuvega og ríkiseignarjarða

Forseti (JBald):

Viðvíkjandi því, að hv. þm. minntist á það, að þetta mál hefði ekki verið afgr. á síðasta þingi, vil ég taka það fram, að margar till. voru bornar fram, en náðu ekki afgreiðslu, sökum þess hve miklar umr. urðu um ýms mál á síðasta þingi. Hv. þm. getur því ekki brugðið neinum um hlutdrægni viðvíkjandi því, að hans mál hefir ekki enn verið tekið fyrir. Þetta er hægt að sýna fram á. Það voru þó nokkur mál, m. a. frá flokksbræðrum mínum, sem ekki fengu afgreiðslu í Sþ., enda þótt þau hefðu komið fram á þinginu 1934. Annars er það ekki algerlega á valdi forseta, hvort mál fá afgreiðslu eða ekki. Það er einnig komið undir hv. þm. Það geta orðið svo miklar umr. um mál, að það sé ekki tiltökumál að ljúka þeim á því þingi, sem þau koma fram á.

Það fara oft margir dagar í að ræða sum mál, og það er vitanlega einnig komið undir því, hvort þetta mál fær afgreiðslu eða ekki. Ég mun taka það á dagskrá eins fljótt og ég sé mér fært, og geri ég ráð fyrir, að mestu umr. verði útvarpsumræða.