07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í D-deild Alþingistíðinda. (4943)

123. mál, áfengismál

Pétur Ottesen:

Ég flutti hér á öndverðu þingi þáltill. í Sþ., sem kom fram að ég ætla 2. apríl, Þessi till. var tekin á dagskrá einu sinni eða tvisvar en komst þá eigi að, og fyrri hluta þingsins lauk svo, að málið kom ekki til umr. Nú er liðið, eins og kunnugt er, ekki minna en tveir mánuðir síðan þessi hluti þingsins hófst, og umrædd till. hefir aldrei verið tekin á dagskrá. Ég vildi því grennslast eftir því hjá hæstv. forseta Sþ., hvað því veldur, að hann situr svo fast á þessari till. sem rann er á orðin, og hvað lengi hann ætlar að reyna á þolinmæði mína og annara, sem áhuga hafa fyrir, að málið komi til kasta þessa þings á þeim grundvelli, sem í till. er lagður. Óska ég eftir svari frá hæstv. forseta, því ég verð að segja, að mín þolinmæði er nú þrotin í þessu efni.