07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 242 í D-deild Alþingistíðinda. (4944)

123. mál, áfengismál

Forseti (JBald):

Það liggja fyrir ýmsar þáltill. og þar á meðal nokkrar frá fyrri hluta þings. Er ætlun forseta, að þessar till. komi til umr., og þar á meðal sú, er hv. þm. Borgf. minntist hér á. Um hana hefir þegar verið ákveðin ein umr., og mun hún verða tekin fyrir þegar tími vinnst til. Hinsvegar get ég vitanlega engu lofað um það, að þessi till. verði afgr.; það fer að sjálfsögðu nokkuð eftir því, hvað langar umr. verða um hana. Ég get lofað hv. þm. að taka till. á dagskrá, en að svo stöddu tel ég rétt að láta fjárlögin sitja fyrir öðrum málum. Verður væntanlega hægt að fá eitthvert kvöldið á milli umr. til þess að taka fyrir þáltill., án þess að tefja um of fyrir öðrum málum, og þær till., sem menn verða sammála um, geta þá eflaust fengið afgreiðslu.