07.12.1935
Sameinað þing: 27. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 243 í D-deild Alþingistíðinda. (4945)

123. mál, áfengismál

Pétur Ottesen:

Ég vænti þess fastlega samkv. því, sem hæstv. forseti hefir nú sagt, að hann láti ekki dragast lengur en þangað til á milli 2. og 3. umr. fjárl. að taka fyrir það mál, sem ég hefi gert hér að umtalsefni. Till. er þannig vaxin, að hún þarf að koma til álita áður en fjárl. eru afgr., því hún getur komið til með að hafa þýðingu í sambandi við afgreiðslu þeirra. því vil ég mælast til, að hæstv. forseti stilli svo til, að ekki þurfi lengur að láta undir höfuð leggjast að gefa þinginu kost á að ræða þetta mál.