13.11.1935
Sameinað þing: 21. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 267 í D-deild Alþingistíðinda. (4959)

159. mál, afnotagjald útvarpsnotenda

Flm. (Þorsteinn Þorsteinsson):

Ég ætla ekki að svo komnu að fara út í langar þrætur um málið. Ég vil aðeins benda á, að það muni vera skekkja í reikningnum hjá hv. þm. Ak. um kostnað straumtækja á klst. Ef kwst. kostar 75 aura, ætti eftir upplýsingum, sem ég hefi fengið, straumur fyrir útvarpstæki ekki að kosta nema a aura á klst. Þó tækið væri notað 3 klst. á dag, verða þetta ekki nema 32,85 kr. alls á ári. Ég bygg, að þetta sé rétt, en auðvitað er gott, að hv. þm. færi n. þeirri, sem fjallar um málið, þau gögn, sem hann hefir fram að bera. Ef þau reynast réttlæta það, sem hann segir nú, getur það dálítið breytt aðstöðunni. En ég hygg, að þau reynist ekki rétt, en skal ekki um það deila nú.