02.12.1935
Sameinað þing: 23. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 270 í D-deild Alþingistíðinda. (4972)

196. mál, innlend sementsgerð

Jakob Möller:

Það er vissulega mikilsvert mál fyrir landið, ef reynast skyldi kleift að koma á innlendri sementsgerð. En ég verð að segja, að í grg. fyrir þessari þáltill. eru ekki þær upplýsingar, sem þm. geta skoðað fullnægjandi, sem sé um fjárhagslegan grundvöll þessa fyrirtækis. Mér finnst því alveg sjálfsagt, að málið fari til nefndur (BÁ: Ég er alls ekki á móti því.), svo að hún geti aflað sér upplýsinga um, hve miklar líkur séu til, að þetta verði arðvænlegt fyrirtæki, og annað, er snertir fjárhagshlið málsins, og leggi síðan mái þetta aftur fyrir hæstv. Alþ. Ég geri því að eindreginni till. minni, að þáltill. þessari verði vísað til fjvn.