29.03.1935
Efri deild: 37. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 426 í B-deild Alþingistíðinda. (499)

5. mál, bráðabirgðabreyting nokkurra laga

Forseti (EÁrna):

Mér hefir borizt svofelld skrifl. brtt. á þskj. 307, frá hv. þm. S: þ.: Brtt. orðist þannig:

Á eftir orðunum „á árinu 1936“ í a-lið komi: Svo skal og frestað framkvæmd 1. og 3. gr. l. nr. 36 28. nóv. 1919, um þingfararkaup alþm., til ársloka 1936, en alþingismenn fái 8 kr. þóknun fyrir hvern dag, er þeir sitja á Alþ. eða eru á ferð þangað og þaðan, og greiðist þóknunin fyrir allt að 80 þingsetudaga á ári.“

Þar sem till. er bæði skrifleg og of seint fram komin, þarf tvöföld afbrigði.