09.03.1935
Efri deild: 21. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í B-deild Alþingistíðinda. (517)

2. mál, gjöld 1936 með viðauka

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Með frv. þessu er farið fram á heimild fyrir ríkisstj. til þess að innheimta skatta og tolla 1936 með sama viðauka og 1935. Það þarf engum orðum að því að eyða, að eins og nú er ástatt má ríkissjóður ekki missa þessar tekjur. Því leggur fjhn. einróma til, að frv. þetta verði samþ., aðeins með lítilsháttar breyt., sem skoða má sem leiðréttingu. Breytingin er sú, að vitnað er til laga nr. 73 29. des. 1934, því að frv. þetta snertir eitt ákvæði þeirra laga. Það eru ekki færri en 4 eldri lög, sem frv. þessu er ætlað að koma í staðinn fyrir. N. hefir borið frv. saman við öll þessi lög, og virðist rétt frá öllu gengið, er þetta snertir.

Hv. 1. þm. Reykv. hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, og hygg ég, að fyrirvari sá sé aðeins vegna afstöðu flokks hans til málsins, en ekki sakir þess, að hann sem nm. hafi neitt að athuga við þá niðurstöðu, sem n. komst að. En því miður er hv. þm. ekki hér viðstaddur nú og getur því ekki gert grein fyrir fyrirvara sínum.