10.10.1935
Sameinað þing: 13. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 2340 í B-deild Alþingistíðinda. (53)

Kæra um kjörgengi

Magnús Torfason:

Mér er sagt, að kæran sé gegn mér. Ég hefi ekki haft þá æru eða ánægju að sjá hana. Ég hélt, að það væri þó hið minnsta, sem hægt væri að búast við, að hinn kærði fengi að sjá kæruna áður en farið er að ræða hana, og vænti ég þess, að hæstv. forseti fresti málinu. (ÓTh: Bara að leita í samvizkunni; þar stendur kæran. En hún er náttúrlega ekki til, — ég veit það).