29.10.1935
Neðri deild: 59. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í B-deild Alþingistíðinda. (538)

130. mál, fiskimálanefnd o.fl.

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Það er ekki af því, að ég sé ósammála þessu frv., sem hér liggur fyrir, og ekki heldur af því, að ég hafi löngun til að hefja um það langar umr., að ég kveð mér hljóðs, heldur af hinu, að ég kann ekki við, að þetta mál fari út úr d. án þess að á það sé minnzt. — Ég tel þetta frv. — eða þessi bráðabirgðal. — eins og það liggur fyrir mjög merkilega löggjöf, sem færi með sér breyt. á þeirri löggjöf um sama efni, sem samþ. var á haustþinginu 1934 — breytingar, sem ég tel allar til bóta og hafa orðið þess valdandi, að sú starfsemi, sem lagðist niður með þeirri löggjöf, hefir risið upp á ný. Tel ég mér óhætt að segja f. h. sjálfstæðismanna yfirleitt, að þetta frv. feli ekki í sér allar þær breyt., sem þeir kjósa að gera á þessum 1., og því síður að það feli í sér allar þær breyt., sem Sjálfstfl. telur þurfa að gera á 1. um fiskimálanefnd o. fl. En þó að svo sé, þá munu sjálfstæðism. greiða þessu frv. atkv. án þess að gera tilraun til að breyta því, vegna þess að frv. er niðurstaða langra samningaumleitana milli atvmrh. og umboðsmanna fyrir Sjálfstfl., og ég hygg einnig fyrir aðra flokka. Ég vildi láta þessa aths. koma fram hér, því að mér finnst rétt að fram komi áður en málið fer út úr Nd. upplýsingar um það, hvernig þetta frv. er til orðið, og jafnframt skýring á hinu, að Sjálfstfl. hefir ekki borið fram aðrar breyt. á l. í sambandi við þetta frv. Hitt má vera, að flokkurinn beri fram sérstaklega aðra breyt., en þó alveg án sambands við þetta frv. — Ég ætla svo ekki að hafa þetta mál lengra, en vil lýsa ánægju minni yfir því, að svo giftusamlega skyldi takast til um þetta mál, að atvmrh. skyldi sjá sér fært að stíga þetta stóra spor í áttina til okkar sjálfstæðismanna. Má að vísu fullyrða, að sjávarútvegurinn hafi verðskuldað þessar breyt. sem bót fyrir fyrri yfirsjónir í þessu máli.