12.11.1935
Efri deild: 67. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í B-deild Alþingistíðinda. (547)

130. mál, fiskimálanefnd o.fl.

Atvmrh. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Eins og hv. frsm. tók réttilega fram, þá er aðalefni þessara brtt. fólgið í því, að fella úr gildi lög þau, sem sett voru á Alþingi síðastl. haust, 1934, um markaðs- og verðjöfnunarsjóð, og þar með fiskskattinn illræmda, sem svo hefir verið kallaður. Mér þykir því rétt að gera nokkra grein fyrir því við þetta tækifæri, hvernig sá skattur var upp tekinn.

Við samninga þá, sem gerðir voru við Spánverja vorið 1934, kom það í ljós, að miklar takmarkanir yrðu settar um innflutning á íslenzkum saltfiski á Spáni. Í sambandi við samningana var þá ákveðið af fyrrv. ríkisstj. að leggja skatt á allan saltfisk, verkaðan og óverkaðan. Um þetta voru þó engin lög sett af fyrrv. stjórn, heldur var það gert að skilyrði fyrir útflutningsleyfum til fiskútflytjenda, að þeir yrðu að greiða 5 króna skatt af hverju skipp. fiskjar, sem út væri flutt.

Þannig var þessum málum komið, þegar núv. stj. tók við völdum. Kom þá fljótt í ljós, að fjöldamargir fiskeigendur vildu alls ekki greiða þennan skatt. og stóðu til málshöfðanir frá þeim út af þessu skilyrði um skattgreiðsluna. Þótti stj. sýnt, að ekki væri fært að innheimta skattinn nema með aðstoð laga, og samkv. ákvörðun fyrrv. stj. var ekki hægt að láta hann falla niður. Þess vegna voru gefin út bráðabirgðalög í ágústmánuði 1934 um álagningu fiskskattsins, þó þannig að skatturinn skyldi nema 5 kr. á skipp. til jafnaðar og miðaður við verðmæti fiskjarins, hærri á hvert skipp. af dýrasta fiski, lægri á verðminni fiski, en á ruslfiski og óverkuðum saltfiski var skatturinn afnuminn.

Þessi bráðab.l. voru svo vitanlega lögð fyrir haustþingið 1934, og þar var gerð sú breyt. á þeim, að í stað þess að skatturinn var í brbl. á kr. af hverju skipp. til jafnaðar, þá var hann ákveðinn 6 í af fiskverðinu. Bráðabl. voru samþ. með öllum atkv. í Ed., og í Nd. með öllum atkv. nema einu. Einn þdm. greiddi ekki atkv. Það liggur þannig ljóst fyrir, að í þinginu voru allir sammála um álagningu gjaldsins og gjaldstofninn, og voru lögin afgr. með fullu samkomulagi allra flokka. Þetta þykir mér ástæða til að benda greinilega á, vegna umr., sem nýskeð hafa orðið út af þessu utan þings og gætu gefið tilefni til misskilnings, ef of mikið yrði upp úr þeim lagt.

Ef brtt. 1. c. á þskj. 506 verður samþ., verða lögin um markaðs- og verðjöfnunarsjóð úr gildi felld og þar með fiskskatturinn til sjóðsins. Í staðinn fyrir það er samkv. brtt. 1. a. á sama þskj. ákveðið að stofna sjóð, er nefnist fiskimálasjóður, og er stj. heimilað, meðan takmarkaður er innflutningur á íslenzkum fiski til eins eða fleiri markaðslanda, að ákveða gjald til sjóðsins af útfluttum fiskafurðum, öðrum en síldarafurðum, er nemi 1/2 —3/4% — hálfum til þrem fjórðu af hundraði — af verðmæti þeirra, miðað við fob-verð. Þykir rétt, að þetta gjald verði greitt af öllum fiskafurðum, en ekki saltfiskinum einum, af því að ýmsar aðrar fisktegundir eru nú seldar með sæmilegu verði á erlendum markaði, og ekki er líklegt, að svo lítið gjald sem þetta er þurfi að hafa áhrif til lækkunar á verði þeirra fisktegunda, sem seldar eru til vinnslu í verksmiðjum. — Það er ekki hægt að segja með fullri vissu, hve miklu þetta gjald muni nema. En ef miðað er við útflutning fiskjar og fiskafurða 1934, má gera ráð fyrir, að það muni nema 180 —200 þús. kr. En þess er tæplega að vænta, að á næstu árum verði fiskútflutningur eins mikill og þá var. Og má því fremur áætla þetta 140 —200 þús. kr., eftir því hvort gjaldið verður ákveðið 1/2 eða 3/4%.

Upp í brtt. er tekið efni úr 13. gr. l. um fiskimálanefnd o. fl., þar sem gert er ráð fyrir, að stj. megi verja úr ríkissjóði allt að 1 millj. króna í fiskimálasjóð, og heimilast henni að taka þá upphæð að láni. — Um ráðstöfun á fé úr sjóðnum skal ég geta þess, að kostnaður við störf fiskimálanefndar greiðist eingöngu af þeim hluta sjóðsins, sem myndast af fiskgjaldinu. Við aðrar greiðslur úr sjóðnum skal gata þess, að minnst jafnhátt framlag komi af þeim hluta sjóðsins, sem ríkissjóður leggur fram, eins og þeim hluta, er fiskútflytjendur mynda með gjaldi af útfluttum fiskafurðum ár hvert.

Þá þykir mér rétt að gera grein fyrir því, hvað stj. hefir fengið að láni og notað samkv. þeirri 1 millj. króna lánsheimild, sem henni var veitt á síðasta þingi. Af þeim hluta lántökunnar í Bretlandi í vetur, sem tekin var samkv. heimild í 1. um fiskimálanefnd o. fl. og nam 592 þús. kr., hefir fiskimálanefnd þegar fengið til ráðstöfunar 220 þús. kr. Þar af er stærsti liðurinn til fiskherzlu, efni í hjalla og þessháttar. Ennfremur framlag til útflutnings freðfiskjar og styrkur til karfaveiða, og svo ýmsar smærri tilraunir, sem ég hirði eigi að telja upp. Til þessa dags hefir þannig verið varið alls til starfsemi fiskimálanefndar 220 þús. kr., og er því eftir í reiðufé 372 þús. kr. auk þess sem ónotað er af lánsheimildinni, 408 þús. kr. Er það samtals 780 þús. kr., sem er óráðstafað og ganga á til þessarar nýbreytni, að viðbættu því gjaldi, sem falla á til fiskimálasjóðs samkv. brtt. og ég hefi áður drepið á.

Þetta er þá það fé, sem ríkisstj. gerir ráð fyrir, að hægt verði á næstu árum að nota til sérstakra ráðstafana í sambandi við ýmsa nýbreytni í verkunaraðferðum, sölu og aflabrögðum. hér er þó ekki átt við það, er að síldarútveginum lýtur, því í l. um síldarútvegsnefnd o. fl. er heimiluð nokkur upphæð til hliðstæðra aðgerða að því er hann snertir.

Ég hygg, að það sé ekki fleira, sem ástæða er til að taka fram í þessu sambandi. Ég vil mjög mæla með því, að hv. d. fallist á brtt. eins og þær liggja fyrir. Um ákvæði til bráðabirgða, sem samkv. brtt. er bætt aftan við frv., er það að segja, að þau eru í samræmi við l. um markaðs og verðjöfnunarsjóð, sem ákveða, að eftir að greitt hefir verið til verðjöfnunar skuli, ef afgangur verður í sjóðnum, úthluta honum til fiskútflytjenda eftir því hlutfalli, sem þeir hafa greitt í sjóðinn. Þeim reglum er gert ráð fyrir, að sé fylgt eftir að l. eru afnumin, og því er efni þeirra tekið upp í ákvæði til bráðabirgða.