07.11.1935
Efri deild: 63. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 518 í B-deild Alþingistíðinda. (610)

129. mál, sala og útflutningur á ýmsum íslenzkum afurðum

Magnús Jónsson [óyfirl.]:

Mér virðist augljóst, að ef mín brtt. verður samþ., þá er þetta heimild fyrir ríkisstj. til að ákveða, hvort leyfi þurfi til að mega flytja út þessar vörutegundir. Breytingin, sem till. mín fer fram á, er aðeins sú, að ef stj. notar þessa heimild, þá fellur valdið til leyfisveitingar ekki til atvmrh., heldur til n., skipaðrar samkv. l.

Um það, hvort fiskimálan. eða Union skuli skipa mann í n., er rétt að láta atkv. skera úr. En ég sé ekki betur en að stj. Sölusambandsins, sem kosin er af fiskframleiðendum, sé eðlilegasti fulltrúinn fyrir þeirra hagsmuni í n. Það er vitanlega rétt, að þessar vörur ganga ekki gegnum samlagið, en þar eru þó saman komnir hinir réttu fulltrúar. Hér er auðvitað ekki um það að ræða að fela fisksölusamlaginu að veita leyfin, heldur aðeins að leggja til mann í n. þá, sem það á að gera. t m fiskimálanefnd er hinsvegar það að segja, að mér finnst tilvera hennar orðin hálfgerð skuggatilvera, síðan þessi demókratíska stj. var mynduð, og er enginn vafi á því, að stj. sölusambandsins fylgist betur með þessum málum öllum en fiskimálanefnd.