16.12.1935
Neðri deild: 100. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í B-deild Alþingistíðinda. (670)

7. mál, eftirlit með matvælum

Héðinn Valdimarsson [óyfirl.]:

Það er rétt, sem hv. þm. segir, að heimild er til fyrir því, hvernig kaupmenn skuli haga bókfærslu sinni. En nú er að sjálfsögðu ekki ætlazt til þess með þessum lögum, að umbreyta bókhaldi kaupmanna. Þeir hafa sitt bókhald á venjulegan hátt, eins og eðlilegt er. Hér er átt við, að hægt sé að gera vissar kröfur til kaupsýslumanna til að gera eftirlitið sem auðveldast, t. d. að hægt sé að sjá, hvað fer gegnum einhverja verksmiðju daglega. Ég veit ekki nema hægt sé að haga því eftir till. hv. 3. þm. Reykv. En aftur greinir okkur á um það, hvort eigi að greiða kostnaðinn við eftirlitið úr ríkissjóði eða ekki. Ég álít, að ekki sé ástæða til að miða gjaldið við verðmæti, þó að slíkt væri sjálfsagt, ef það væri skattur, en þetta er ekki skattur.