15.02.1935
Neðri deild: 3. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 558 í B-deild Alþingistíðinda. (685)

8. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Héðinn Valdimarsson:

Ég mun ekki fara að leggja út í deilur um þetta atriði nú, en það er kunnugt frá fyrri lántökum ríkissjóða, að ekkert má helzt vera í lögunum utan lántökuheimildin sjálf, og nú hefir trúnaðarmaður ríkisstj., sem að lántöku þessari starfar, lagt ríka áherzlu á, að ekkert annað sé í lögunum en lántökuheimildin. Þá ber og þess að gæta, að lögin verða eflaust prentuð á skuldabréfin fyrir láninu, og verða þau þá styttri og skýrari, ef 2. gr. frv. verður felld niður.