15.02.1935
Efri deild: 2. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 562 í B-deild Alþingistíðinda. (698)

8. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson) [óyfirl.]:

Hv. 1. þm. Reykv. talaði um það, hvort ég vildi ekki setja inn í þetta væntanlega frv. ákvæði um það, að lánsheimild samkv. fiskimálanefndarl. rýrnaði að sama skapi og fé fengist úr þessu nýja láni til afnota fyrir fiskimálan. Ég sé örðugleika á að koma þessu inn í frv. Form. Sjálfstfl. lagði svo mikla áherzlu á þetta mál, að hann vildi ekki einu sinni, að frv. yrði borið fram á mánudaginn, heldur gengi gegnum allar 6 umr. á mánudaginn. Ég held því, að við verðum að láta það bíða þangað til síðar að athuga þetta atriði, sem hv. 1. þm. Reykv. minntist á, að tryggja það, að einhverjir vondir menn, sem kynnu að taka við, ef þessi stj. færi frá, misnotuðu ekki þessa heimild. Ég væri ekkert á móti þessu, ef hægt væri að koma því fyrir í l., en við form. Sjálfstfl. töluðum um, að það væru örðugleikar á þessu, en um þetta má alltaf tala síðar. En ég vil efna það loforð, sem ég gaf, að koma þessu máli fram á mánudaginn.

Ég skal ekki mikið ræða um þessa yfirlýsingu miðstjórnanna. Það var gert ráð fyrir því, að það væri ekki nóg til að hægt væri að ganga endanlega frá láninu. En ástæðan til þess, að beðið var um yfirlýsingu miðstjórnar Sjálfstfl., var sérstaklega sú, að umboðsmaður stj. taldi, að það þyrfti formlega heimild, og þá þurfti að tryggja, að það mætti ekki mótspyrnu í þinginu, sem tefði fyrir, en frv. gæti komizt fljótt og viðstöðulaust í gegnum þingið, eins og við sjáum, að það gerir nú, af því að samkomulag er fengið um það. Ég vona því, að hv. 1. þm. Reykv. geri sig ánægðan með þetta loforð í sambandi við fiskimálanefndarlánið, svo að ég geti uppfyllt loforð mitt við hv. þm. G.-K.