18.02.1935
Neðri deild: 8. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 563 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

9. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Ólafur Thors:

Ég vil aðeins, áður en málið fer úr d., vekja athyli á því að lántökuheimild sú, sem samþ. var á föstudaginn var, spennir yfir þá lántökuheimild, sem samþ. var á síðasta þingi er meiningin að afnema með þessum l. Auk þess fer hún einnig inn á svið lántökuheimildarinnar samkv. 13. gr. l. um fiskimálan. o. fl. Það gæti því ef til vill verið ástæða til að breyta þessum l. þannig, að þau næðu einnig yfir þessa lántökuheimild, sem og síðast nefndi, að hún yrði úr gildi numin með þessum l. að sama skapi og hún yrði hagnýtt með þeim l., sem samþ. voru á föstudaginn. Ég hefi þó ekki fundið ástæðu til að bera fram brtt. um þetta vegna þeirrar yfirlýsingar, sem hæstv. fjmrh. gaf í þeirri grg., sem fylgdi frv., sem samþ. var á föstudaginn, þar sem það úr tekið fram, að því, sem nýja lánið nær fram yfir þá fyrri lánsheimild, verði varið upp í lántökuheimild 13. gr. l. um fiskimálan. Mér hefir þó þótt rétt að vekja athygli á þessu, áður en þessi l. fara út úr d. ég geri jafnvel ráð fyrir, að sumum flokksmönnum mínum hafi þótt þetta skipta svo miklu máli, að þeir beri fram brtt. við frv. í Ed og fáum við í þessari d. þá frv. aftur til athugunar. Ég tel þetta ekki neitt höfuðatriði og hefi því ekki borið fram breytingartillögu.