08.03.1935
Efri deild: 20. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

9. mál, lántaka fyrir ríkissjóð

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Eins og hv. dm. muna, var það ætlunin að koma þessu frv. fram skjótlega í sambandi við aðra lántökuheimild, sem þurfti að Samþ. á 1. eða 2. degi þingsins. Þá var vakið máls á því að fella niður lántökuheimild til fiskimálan. o. fl., því að í nýju lántökunni innifælist nokkuð af því fé, sem nota átti til þessa.

Fjhn. hefir ennþá ekki komizt að niðurstöðu um það, hvernig eigi að skeyta þetta við nefnt frv., því að ekki er vitað nákvæmlega um þá fjárhæð, sem fæst út úr enska láninu til fiskimálanefndar. Verður vitað um það seinna í mánuðinum, og tekur þá n. þetta til athugunar.

Að öðru leyti hefir n. gert till. um að breyta orðalagi 1. gr. frv. eins og brtt. n. í þskj. 59 segir til um.

Við athugum fyrir 3. umr., hvort hægt er að koma þessu fram sem brtt. við þetta frv., eða hvort flutt verður sérstakt frv. um heimild til lántöku til fiskimálanefndar o. fl.

Af n. hálfu hefi ég svo ekki fleira að segja um frv.