28.02.1935
Neðri deild: 16. fundur, 49. löggjafarþing.
Sjá dálk 566 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

26. mál, stimpilgjald

Frsm. (Sigfús Jónsson):

Þetta frv. er flutt af fjhn. eftir tilmælum hæstv. fjmrh. Ástæðan til þess, að frv. er fram komið, er sú, að bankarnir hafa óskað eftir undanþágu frá því að stimpilmerkja skjöl, sem þeir gefa út, vegna þess að þeir telja, að það kosti þá svo aukið mannahald, en hinsvegar ætla þeir að haga bókhaldinu þannig, að auðvelt sé að gera upp eftir hvern ársfjórðung, hvað mikið hafi verið gefið út af kvittunum og ávísunum, og greiða þá í einu lagi stimpilgjaldið af því.

Fjhn. hefir fallizt á að flytja frv., af því að hún álítur það ekki til neins skaða fyrir ríkissjóð, en til hagsmuna fyrir bankana. Vona ég því, að hv. d. vilji vísa frv. til 2. umr.